Fréttir frá Bridgefélagi Akureyrar
miðvikudagur, 16. nóvember 2005
Akureyrarmeistarar í tvímenningi krýndir!
Síðastliðinn þriðjudag lauk Akureyrarmótinu í tvímenningi og
var lokakvöldið gríðarlega spennandi. Fyrrir hluta lokakvöldsins
fengu efstu pörin flest mínusa og jafnaðist mótið mikið.
Þegar tvær umferðir voru eftir áttu fimm pör góða
möguleika á titlinum en þrátt fyrir að hafa tekið dýfu
náðu Pétur og Jónas að landa sigri eftir að Björn og Frímann náðu
aðeins +1 í innbyrðisviðureign í síðustu setunni:
1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson +78
2. Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson +66
3. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +61
4. Árni Bjarnason - Ævar Ármansson +56
5. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson +44
Sunnudaginn 30.október varð lokastaðan:
1. Pétur Guðjónsson - Frímann Stefánsson +11
2. Stefán Vilhjálmsson - Gylfi Pálsson +8
3. Reynir Helgason - Stefán Sveinbjörnsson +5
Sunnudaginn 6.nóvember urðu efstu pör eftir mjög jöfn
átök:
1. Víðir Jónsson - Pétur Guðjónsson 60
2. Björn Þorláksson - Reynir Helgason 58
3. Gissur Gissurarson - Sveinbjörn Sigurðsson 53
Að síðustu eru hér úrslit frá 13.nóvember:
1. Gylfi Pálsson - Ragnheiður Haraldsdóttir +16
2.-3. Stefán Vilhjálmsson - Hermann Huijbens +9
2.-3. Hans Viggó Reisenhus - Reynir Helgason +9
Næsta mót á þriðjudögum er þriggja kvölda sveitakeppni
Sparisjóðs Norðlendinga og er skráning hjá Frímanni Stefánssyni
bæði fyrir stök pör og sveitir.