Afmælismót ML

                    Afmælismót ML í bridge 29. apríl 2023

 

Um 10 ára skeið hafa nokkrir nemendur ML sem útskrifuðust á sjöunda áratug síðustu aldar haldið út bridgesveit, kenndri við skólann sinn, ML-sveitinni. Bridge hefur ætíð verið afar vinsæl íþrótt í ML og úr skólanum hafa komið fjöldi Íslandsmeistara og landsliðsfólks. Því þótti okkur ML-sveitar fólki við hæfi að efna til 70 ára afmælismóts ML-inga á Laugarvatni. Heimafólk hefur tekið þessari hugmynd afar vel og því er boðað til tvímenningsmóts í ML á Laugarvatni  kl. 13 þann 29 apríl 2023. Þátttaka miðast við þá sem stundað hafa nám í ML um lengri eða skemmri tíma. Spiluð verða 28 spil og með kaffihléi ætti mótið að standa í ca 4 klst. Þátttökugjald er 2000 kr. ( greitt í seðlum, enginn posi til!). Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig á vefsíðunni bridge.is. Ef einhverjir hafa áhuga á að gista á Laugarvatni og taka slag eða tvo í rúbertubridge um kvöldið þá eru gistimöguleikar bæði í Héraðsskólanum og á Hótel Laugarvatni. Og gamla gufan er enn til staðar í Fontana Laugarvatni.  Bestu kveðjur frá ML-sveitinni. Nánari upplýsingar í síma 8623995


Spilastaður

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skráningar í tvímenning

ATH. þessi listi þarf ekki að vera tæmandi yfir fjölda skráninga.

# Nafn 1 Nafn 2
1 Matthias Imsland Ómar Olgeirsson
2 Eiríkur Jónsson Sigfinnur Snorrason
3 Ingibjörg Guðmundsdóttir Vigdís Hallgrímsdóttir
4 Birkir Þorkelsson Kristján Haraldsson
5 Sigmundur Stefánsson Hannes Stefánsson
6 Agnar Örn Arason Bjarni Ragnar Brynjólfsson
7 Pétur Skarphéðinsson Jónas Ragnarsson
8 Gunnlaugur Karlsson Kjartan Már Ásmundsson
9 Guðmundur Hermannsson Sævar Þorbjörnsson
10 Kristín Einarsdóttir Kristján Már Sigurjónsson
11 Hallgrímur Hallgrímsson Baldur Kristjánsson
12 Ingólfur Haraldsson Kristján Már Gunnarsson
13 Þórður Jónsson Eymundur Sigurðsson
14 Sigurjon Helgi Björnsson Kjartan Ingvarsson (Ríkjandi Grænlands-og Borðeyrarmeistari)
15 Gunnar Björn Helgason Ari Konráđsson
16 Eyþór Jónsson Pétur Hartmannsson
17 Garðar GARÐARSSON Jóhann FRÍMANNSSON
18 Vigfús Pálsson Guðmundur M Skúlason
19 Björn Snorrason Höskuldur Gunnarsson
20 Gunnar Þór Jóhannesson Símon Sveinsson

Tvímenningur

laugardagur, 29. apríl 2023
Byrjar
Umferð 1 13:00 28 spil