Stjórnarfundur 24.mars 2021

fimmtudagur, 8. apríl 2021

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                           

24.mars. 2021 - kl. 18:00.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Pétur, Sigurður Páll, Denna og Sunna.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Spilamennska og mót fram á sumar. Sjálfhætt er við Íslandsmót á dagsetningu samkvæmt mótaskrá, 9.-11.apríl. Reynt verður að spila Íslandsmót í opnum flokki í maí. Allri spilamennsku hefur verið hætt í húsnæði sambandsins á meðan núverandi fjöldatakmarkanir eru í gildi. Ákvörðun um frekari spilamennsku verður tekin eftir 14. Apríl.

  • 3. Tjón og endurbætur á húsnæðinu. Búið er að leggja parket á sali og ganga húsnæðisins, mála allt og endurnýja klósettin. Aðeins er eftir að ganga frá rafmagni. Tryggingar taka lang stærsta hluta kostnaðar, en viðbótarkostnaður Bridgesambandsins verður um 600.000, aðallega endurnýjun á klósettum. Verið er að skoða hvað þarf að gera fyrir húsið að utan, en ljóst er að ráðast verður í tölu verðar endurbætur utanhúss.

  • 4. Evrópumótið á Madeira, staða mála. Afar litlar líkur eru á að mótið verði haldið í sumar, en ákvörðun um það verður tekin á stjórnarfundi EBL þann 31. Mars n.k.

  • 5. Framkvæmdastjóri BSÍ. Rætt um stöðu framkvæmdastjóra. En Ólöf framkvæmdastjóri hefur rætt það að hún vilji hætta. Samþykkt að aðilar Bridgesambandið og framkvæmdastjóri geri með sér samning um að núverandi ráðningarsamningur milli aðila falli úr gildi á fyrstu mánuðum ársins 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Samþykkt að útbúa ítarlega starfslýsingu fyrir framkvæmdastjóra. Jafet upplýsti að hann stefnir að því að hætta sem forseti á ársþingi 2022.

  • 6. Bermúdaskálin, 30 ár í haust frá sigrinum. Samþykkt að gera eitthvað í haust til að minnast þess stór viðburðar og helst þyrfti að koma þætti í sjónvarpið. Halda mót nærri afmælinu. Ákveðið að Jafet hafi forgöngu í málinu og eigi fund með öllum heimsmeisturunum.

  • 7. Bridgeskólinn. Skólinn fer ekki af stað fyrr en með haustinu hið fyrsta. Guðmundur er að útbúa nýtt kennsluefni. Ákveðið að bjóða 25 ára og yngri áfram frítt í skólann.

  • 8. Önnur mál. Ársþingið átti að vera 9.apríl en í ljósi aðstæðna verður því frestað eitthvað lengur. Staðan tekin þegar slaknar á takmörkunum aftur og reynt að þinga í apríl. Næsti fundur boðaður um miðjan apríl.

Fundi slitið 18:50

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar