Stjórnarfundur 27.maí
mánudagur, 10. ágúst 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands
Íslands
27.maí 2020 - kl. 17:30.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður
Páll, Denna, Pétur, Sunna og Ólöf.
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti
fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.
-
2. Íslandsmótin. Samþykkt að spila undanrásir
og úrslit dagana 3.-6. September. Nánari útfærsla verður í höndum
mótanefndar. Íslandsmótið í tvímenningi og Íslandsmót kvenna í
sveitakeppni verða ekki spiluð í ár.
-
3. Kjördæmamótið. Mótið fellur niður í ár.
Væntanlega verður það spilað á Akureyri í maí 2021.
-
4. Krakkabridge. Ákveðið að bjóða upp á 2 vikna
námskeið um mánaðarmótin júní - júlí. Auglýst verður í dagblaði og
á Facebook sem og víðar.
-
5. Landsliðsmál. Opni flokkurinn hefur verið að
spila á netinu og meðal annars við sveit Zimmermans. Í júníbyrjun
tekur liðið þátt í sterku netmóti.
-
6. Fjármál. Menntamálaráðuneytið var að útdeila
peningum á íþróttahreyfinguna en skák og bridge fengu ekkert í sinn
hlut. Erindi sem sent var borginni út af styrk vegna bridgehátíðar
virðist hafa týnst í kerfinu, amk bólar ekkert á svari.
-
7. Önnur mál. Jafet hefur verið í sambandi við
nokkrar stórsveitir um að mæta á Bridgehátíðina 2021,
Vetrarleikarnir eru seinna á dagskránni og því meira rúm fyrir
spilara að koma hingað líka.
Gólfið á karlasalerninu var sýruþvegið í tvígang, nú er öðruvísi
lykt þar en ljóst að meiri aðgerða er þörf. Eins þarfnast
ofnakerfið eihvers viðhalds. Annað hvort er kalt eða funheitt
í salakynnunum.
Næsti fundur áætlaður 19.ágúst.
Fundi slitið um 18:25.