Stjórnarfundur 30.október 2019

mánudagur, 4. nóvember 2019

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 30. október 2019 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Ingimundur,Sunna, Pétur og Ólöf.  Sigurður Páll  mætti um 17:50.  Guðný hafði boðað forföll.   

 • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn og bauð nýja stjórnarmenn sérstaklega velkomna. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

 • 2. Stjórnin skiptir með sér verkum. Guðný var kosin varaforseti og Ingimundur ritari.

 • 3. Ársþing sambandsins, ályktanir, ábendingar. Farið yfir helstu mál sem voru til umræðu á ársþingi, svo sem landsliðsæfingar á spilakvöldum klúbba. Stjórnin telur að þetta hafi ekki teljandi áhrif.

 • 4. Nýr vefur sambandsins. Vefurinn er að mestu tilbúinn en prófa þarf að nota hann í einu móti fljótlega.

 • 5. Útbreiðslumál - Bridgeskólinn - námskeið fyrir 10-14 ára. Uppselt er í bridgeskólann í haust og eru um 45 manns í byrjendanámi. Ákveðið að halda krakkaspilastund 9.nóvember kl. 13:00 - 15:00. Jafet hefur verið í viðtölum á mörgum fjölmiðlum upp á síðkastið K 100, Bylgjunni og verður á RÁS 2 þann 31.október. Morgunblaðið ætlar að vera með umfjöllun um bridge fljótlega og von er að Fréttablaðið muni einnig fjalla ítarlega um Bridge.

 • 6. Landsliðsmál. Anton stefnir að vali á landsliði í opna flokknum fyrir 1.mars. Skila verður inn nafnalista fyrir 1.maí. Guðmundur Páll ætlar að þjálfa kvennaliðið og Senioraflokkinn, fleiri koma einnig að þjálfun. Samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum pörum bæði í kvennalandsliðið og Eldri manna flokkinn, Jafet og Ólöfu falið að setja tilkynning inn á heimasíðuna um málið.

 • 7. Reykjavík Bridge Festival. Nýr samningur við HARPA til 5 ára er í burðarliðnum og fær forseti heimild stjórnar til að undirrita hann. Ólöf og Jafet munu yfirfara verðlaunaféð, kannski ástæða til að fjölga verðlauasætum. Rætt um möguleika að fá sponsor að bridgehátíðinni, borgin leggur ekkert til ennþá, en Jafet er í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar.

 • 8. Endurbætur á húsnæði. Aðalsteinn Jörgensen hefur verið að setja myndir í ramma og byrjað verður að hengja þær upp á föstudaginn.

 • 9. Fundur EBL í Prag 31.jan- 2.feb. Jafet fer á fundinn þó að hann stangist á við bridgehátíðina en hann mun fyrst setja birdgehátíð ásamt Menntamálaráðherra.

 • 10. Önnur mál. Rætt um að styrkja kvennasveitir um keppnisgjöld á mót í London. Samþykkt að greiða keppnisgjöld fyrir tvær sveitir.

 • 11. Fundi slitið um 18:30. Næsti fundur verður 27.nóvember.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar