Stjórnarfundur 14.feb. 2019

mánudagur, 18. febrúar 2019

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 14. febrúar, 2019 kl. 18.00

Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Ingibjörg, Siguður Páll, Gunnar Björn og Guðný,                      Birkir Jón boðaði forföll.

•1.      Fundargerð síðasta fundar, samþykkt

•2.      Reykjavík Bridgehátíð jan/feb í Hörpu, Jafet kynnti bráðabirgðarupppgjör af hátíðinni, rekstrarafgangur af hátíðinni er um 560.000 sem er mjög viðunandi niðurstaða. Almenn ánægja með framkvæmd mótsins, tekið var saman minnisblað hvað betur mætti gera á Bridgehátíð. Forsætisráðherra var sent þakkarskeyti en hún setti hátíðina og vakti ræða hennar mikla lukku. Jafet greindi frá því að hann hefði farið með einum bandarískum spilara Paul Street og Hjördísi á fund með forseta Íslands og áttu þau um 45 mínúta gott samtal við forsetann.                                                       Stefnan er sett á að fá 90 sveitir á næstu Bridgehátíð.

•3.      Reykjavík Bridgehátið 2020,  Þessi Bridgehátíð verður haldin dagana 30. janúar til 2. febrúar samkvæmt samningi við Hörpu. Rætt um að æskilegt væri að færa hátiðina einni viku framar.  Dennis Bilde og Zia gátu ekki tekið þátt í sveitakeppninni núna. Samþykkt að útbúa kynningarblað um hátíðina og Ólöfu og Jafet falið að leita eftir samningum við Hörpu fyrr árin 2021-2024.

•4.      Reykjavíkuborg, styrkur.  Sambandið sótti um 900.000 styrk til Reykjavíkurborgar til að markaðssetja og efla Reykjavík Bridgehátíð enn frekar í október á síðasta ári. Borgarráð hafnaði þeirri beiðni á fundi 31. janúar. Stjórnarmönnum fannst þetta ömurleg og skrítin afgreiðsla. Bridgesambandið hefur ekki fengið neina styrki frá árinu 2006 frá Borginni. Reykjavíkurborg styrkir Skáksamband Íslands með mjög myndarlegu framlagi vegna Reykjavíkur skákmótsins, sem er ekkert ólíkt mót og Reykjavík Bridgehátíð. Samþykkt að Jafet leiti eftir svipuðum samningi við Reykjavíkurborg til 3ja ára með 1.100.000 framlagi Reykjavíkurborgar á ári.              Þetta er sanngirnismál.          Jafet mun óska eftir fundi með Borgarstjóra.

•5.      EM Parakeppni Lissabon 22-28. febrúar,  Þau pör sem voru valin náðu í góða styrki frá fyrirtækjum þannig að ferðin er fullfjármögnuð og þá er bara bíða.

•6.      Opna Evrópumótið 15-29. júní í Istanbul  Samþykkt að sambandið myndi greiða keppnisgjöld fyrir 3 pör í opnaflokknum og 3 pör í kvennaflokknum, einnig að greitt yrðu keppnisgjöld sveita bæði í opna flokknum og kvennaflokknum. Þetta verður sérstaklega kynnt á heimasíðu sambandsins. Ekki er mikill spenningur fyrir þessu móti

•7.      Landsliðsmál, Jafet greindi frá að hann hefði nýlega átt fund með Antoni landsliðsþjálfara fyrir Opna flokkinn. Hann mun verða með æfingar fyrir landsliðshóp og mun síðan velja 3 pör til að keppa á Norðurlandamótinu. Því vali yrði lokið fyrir 15. apríl, að minnsta kosti. Rætt um val á 2-3 pörum í kvennaflokki.  Samþykkt að auglýsa eftir pörum sem vilja keppa á Norðurlandamótinu í Kristiansand 6-9 júní. Umsóknar frestur yrði til 10. mars og endanlegt val lægi fyrir15. mars,  Landsliðsnefnd mun sjá um valið á pörum ef fleiri en 3 pör sækja um.

•8.      Bridgeskólinn- nýliðun  Mjög góð þátttaka er í Bridgeskólanum bæði byrjenda og framhalds námskeið. Nauðsynlegt að fjölga leiðbeinendum. Samþykkt var að sambandið myndi greiða kostnað fyrir viðbótarleiðbeinanda fram á sumar. Ennfremur var samþykkt að bjóða ungmennum til almennrar spilamennsku í vor og jafnvel í sumar. Denna, Ingimundur og Jafet munu sjá um útfærrslu á þessu.

•9.      Siglufjörður 13-15 september,  Jafet kynnti þetta mót sérstaklega við verðlaunaafhendingu í Hörpu. Mikilvægt að ná upp aðeins betri aðsókn. Myndarleg peningaverðlaun eru í boði og framkvæmd mótsins á Siglufirði hefur verið með miklum ágætum. Ennfremur var minnt á Hrossakjötsmótið í lok mars á Hala í Suðursveit. Töluverður hópur bridgespilara ætlar til Færeyja um miðjan mars.

•10.   Önnur mál;   Magnús Ólafsson Bridgespilari hefur verið að vinna ákveðna tölfræði úr mótum, samþykkt að skoða það nánar og að Sigurður Páll myndi vera tengiliður okkar við Magnús.                                                                                                                                Nýr vefur bridge.is verður væntanlega tilbúinn í maí.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.00

Næsti stjórnarfundur verður fimmtudaginn 28. mars kl. 17.30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar