Stjórnarfundur 23. nóvember 2016

fimmtudagur, 1. desember 2016
Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur
Ingibjörg. Birkir Jón sá sér ekki fært að mæta.
1.      Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2.      Heiðursfélagi. Í tilefni af 25 ára afmæli Bermúdaskálarinnar var það samþykkt af stjórn BSÍ að veita Helga Jóhannessyni heiðursmerki BSÍ. Hann var forseti félagsins á þessum tíma og lagði til ómælda vinnu og eljusemi við það að undirbúa landsliðið og auglýsa Bridge íþróttina á meðan á keppninni stóð. Hann var gerður að heiðursfélaga á móttöku Bridgesambandsins í tilefni af afmælinu þann 17. nóvember síðastliðinn.
3.      Fundur var haldinn í menntamálaráðuneytinu   og grein gerð fyrir starfsemi félagsins. Var ráðuneytið ánægt með framgang og starfsemi BSÍ og hefur nýr samningur verið gerður við ráðuneytið.
4.       Reykjavík Bridgefestival udnirbúningur 2017 og síðan 2018.   Undirbúningur er með hefðbundnu sniði og verið hefur. Breyting hefur orðið á því að nú er mjög erfitt að fá hótel herbergi í Reykjavík yfirhöfuð. Fullt er á Hotel Natura og hefur verið erfitt að fá inni á öðrum hótelum. Ljóst er að Reykjavík Bridgefestival er haldin núna í seinasta sinn á Hotel Natura. Verður strax athugað með Hörpu 2018 og að bóka hótel herbergi tímalega í miðbænum.
5.       Landsliðsmál. Haldinn verður fundur fljótlega í landsliðsnefnd. Fyrir liggur að spilaðar verða tvær helgar þar sem keppt verður um 2 pör í kvennalandsliðið og     2 pör í opnum flokki. Keppt verður um þessi sæti helgarnar 7.-8. janúar og 4.-5. mars. 2017.
6.      Nýliðabridge. Verið er að undirbúa aðgerðir til átaks í að ná til nýrra þátttakanda í Bridge. Vinna er þegar hafin og verður henni haldið áfram í byrjun desember.
7.      Önnur mál.Ítarleg grein um Bridge verður birt í Morgunblaðinu eftir áramót.   Næsti fundur 12. janúar kl. 18:00  FundarritariÁrni Már               

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar