Stjórnarfundur 29.október 2015

mánudagur, 23. nóvember 2015

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 29. október, 2015 kl. 17.00

Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf,  Árni Már, Anna, Júlíus og Ingimundur

 • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 • 2. Stjórnin skiptir með sér verkum. Jafet lagði fram tillögum um að Guðný væri áfram varformaður og Árni Már ritari og Guðmundur gjaldkeri. Var þessi tillaga samþykkt.

 • 3. Skipan í nefndir starfsárið 2015-2016:

Dómnefnd BSÍ 2015-2016

Sigurbjörn Haraldsson, formaður

Sveinn Rúnar Eiríksson

Bjarni H. Einarsson

Sigurður Vilhjálmsson

Pétur Guðjónsson

Guðmundur Páll Arnarsson

Ásgeir Ásbjörnsson

Fjölmiðlanefnd 2015-2016

Jafet Ólafsson

Guðný Guðjónsdóttir

Ólöf Þorsteinsdóttir

Fræðslu og nýliðanefnd 2015-2016

Guðný Guðjónsdóttir, formaður

Anna Guðlaug Nielsen

Árni Már Björnsson

Helgi Hermannsson

Ómar Olgeirsson

Dómstóll BSÍ 2015-2016

Bjarni H. Einarsson

Guðmundur Baldursson

Helgi Bogason

Kristján Már Gunnarsson

Jón Þorvarðarson

Ragnar Magnússon

Meistarastiganefnd 2015-2016

Ómar Olgeirsson

Garðar Garðarsson

Ólöf Þorsteinsdóttir

Heiðursmerkjanefnd 2015-2016

Guðmundur Baldursson

Jafet Ólafsson

Guðmundur Sv. Hermannsson

Laga og keppnisreglunefnd 2015-2016

Vigfús Pálsson

Sveinn R. Eiríksson

Jón Baldursson

Mótanefnd 2015-2016

Guðmundur Snorrason, formaður

Ómar Olgeirsson

Júlíus Sigurjónsson

Anna G Nielsen

Frímann Stefánsson

Bridgehátíðarnefnd 2015-2016

Sveinn R Eiríksson

Guðmundur Snorrason

Rúnar Einarsson

Kristján Blöndal

Jafet Ílafsson

Guðný Guðjónsdóttir

Landsliðsnefnd 2015-2016

Jafet Ólafsson

Ásgeir Ásbjörnsson

Guðmundur Páll Arnarson

Anna G. Nielsen

 • 4. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsleg staða sambandsins er ágæt en útgjöld næsta ár eru áætluð milli 10-13 milj. Sambandið er því sem næst skuldlaust eftir að lán uppá 3,7 milj. var greitt upp. Fjárhagsáætlun lögð fram á næsta ári, þá verður komin betri mynd á hvað stóru mótin kosta í útgjöldum.

 • 5. Bridge útbreiðslumál,

Í undirbúningi er að BSÍ bjóði uppá fría kennslu janúar/febrúar fyrir nemendur í framhalds- og háskóla. Miðað verði við aldurinn undir 30 ára. Guðmundur Páll Arnarsson hefur samþykkt að taka þessa vinnu að sér. Boði verða uppá 6 skipti. Jafet, Guðný og Anna munu taka að sér undirbúning og auglýsingar. Nánar rætt á næsta fundi.

 • 6. Landsliðsmál opni flokkurinn

Undirbúningur á áætlun, ánægja er með framkvæmdina.

 • 7. Landsliðsmál kvenna

Áhugi er mikill fyrir að gera allt til að efla okkar kvenna landslið í Bridge og er undirbúningur á áætlun.

 • 8. Fundur með Menntamálaráðuneytinu. Jafet fer til Menntamálaráðuneytisins 30. okt. og undirritar samning við ráðuneytið vegna styrkja þeirra til BSÍ. Slíkur samningu er gerður við alla þá sem njóta styrkja frá ráðuneytinu.

 • 9. Sveitakeppnin, staðsetning á úrslitum. Staðsetning er ekki enn ráðin en verið er að skoða nokkra möguleika.

 • 10. Reykjavík - Icelandair Bridgefestival. Undirbúningur er á ágætu róli og hafa þegar nokkrar erlendar sveitir tilkynnt þátttöku og/eða sýnt áhuga. Verið er að ganga frá og tryggja starfsmenn mótsins.

 • 11. Önnur mál.

Heimasíða BSÍ.  Anna og Júlli koma inn í þá vinnu sem þegar er í gangi með Guðmundi og halda áfram að skoða kostnað og útliti síðunnar. Stjórnarmenn sammála um nauðsyn þess að gera andlitslyftingu á heimasíðu sinni sem komin er til ára sinna.

Næsti stjórnar fundur ákveðinn 25/11 kl. 17:00