Stjórnarfundur 2.júní 2014

þriðjudagur, 10. júní 2014

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 2. júní, 2014 kl. 17.00

Mættir: Jafet,  Árni Már, Guðmundur, Ólöf, Denna, Helga og Ingimundur

  • 1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt án athugasemda.

  • 2. Fjármál

Seinasta fjárlagaár félagsins kom ágætlega út með tekjuafgang upp á 1,5 miljón.

Bridgehátíðin kom ágætlega út.

  • 3. Landsliðsmál - Evrópumót

Kostnaður við væntanlegt Evrópumót er upp á 3,7 milj.

Sótt var um styrk vegna mótsins til Menntamálaráðuneytisins og fengust 300 þús. kr í styrk. Æfingar ganga vel og unnu okkar menn sterkt æfinga mót í Rika - Lettlandi. 

  • 4. Kjördæma mót

Kjördæma mótið sem að þessu sinni var haldið í Færeyjum þóttist takast með eindæmum vel. Móttaka Færeyinga var í alla staði tilfyrirmyndar. Reykjanes vann mótið að þessu sinni eftir spennandi og jafna keppni.  

  • 5. Nýr samningur við Icelandair

Verið er að ganga frá samningi við Icelandair til árs varðandi styrki í formi flugmiða. Er samningurinn á sömu nótum og verið hefur.

  • 6. Bridge kennsla í skólum næsta skólaár

Fyrirhugað er að kennsla fari fram í 3-4 skólum næsta vetur. Stefnt er að því að halda sérstakt mót næsta vor fyrir þátttakendur og að í verðlaun verði boðið á árlegt mót í Örebro í Svíþjóð. Um er að ræða viku dvöl með kennslu og móti sem sérstaklega er sniðið að ungmennum og hefur verið haldið um árabil í Svíþjóð. 

BSÍ er að vinna að því að fá einhvern áhugasaman til að taka að sér stjórn og skipulagningu á þessari kennslu í skólum.

  • 7. Sumarbridge

Búið er að semja við Sveinn Rúnar um sumarbridge á mánudögum og miðvikudögum í sumar. Fer sumarbridge vel af stað og gera má ráð fyrir góðri þátttöku þar sem þátttaka í Evrópu og heimsmeistaramóti hefur yfirleitt ýtt undir góða þátttöku.

  • 8. Mótaskrá fyrir næsta haust

Drög að mótaskrá fyrir næsta haust var lögð fram og samþykkt af hálfu stjórnar.

  • 9. Fundaráætlun stjórnar

Hlé verður gert á fundum stjórnar yfir sumarmánuðina. Næsti fundur fyrirhugaður 11. ágúst kl. 16:00

  • 10. Önnur mál

Gert verður atlaga að fjölmiðlum til að fjalla um Evrópumótið í sumar. Nauðsynlegt er að ýta við þeim og fá þá til að flytja reglulegar fréttir af gangi mála.

Lítillega var rætt um að gera kynningar video (1-2 min.) um bridge. Málið tekið upp á næsta fundi.

Fundarritari

Árni Már