Stjórnarfundur 8.apríl 2014

þriðjudagur, 13. maí 2014

 Mættir:           

Jafet, Ólöf, Guðný, Ingimundur, Guðmundur og Árni Már
Fjarverandi: Garðar og Helga           

   1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
   2. Sveitakeppni úrslit - staðsetning

Þrátt fyrir að einhverjar mótbárur um staðsetningu spilastaðar í úrslitum sveitakeppninnar hafi borist stjórn BSÍ verður staðið við fyrri ákvörðun um að úrslitin fari fram í Flugleiðahótelinu í Keflavik. Fjögurra liða úrslitin á sunnudeginum fara hins vegar fram í húsnæði BSÍ.

   3. Landsliðsmál

Landsliðið í opnum flokki mun taka þátt í boðsmóti í Lettlandi í Rika í lok maí.

   4. Bridgekennsla í skólum

Töluverð gróska hefur verið í Bridge kennslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Sú hugmynd kom frá skólanum að þeir sem best stæðu sig þar væru send af BSÍ í ungmennaskóla í Bridge í Örebro í Svíþjóð í sumar. Var þessu hafnað af stjórn en stefna sett á að skipuleggja næsta ár þannig að sett yrði upp íslandsmót yngri spilara og sigurvegurum þar boðið á mótið í Svíþjóð að ári.

   5. Félög eldri borgara í Bridge

Skoða þarf hvað þarf til að félög eldri borgara í Bridge gangi í Bridgesamband Íslands. Jafet og Ólöf munu skoða nánar leiðir og hvernig BSÍ getur unnið að þessu. 

   6. Fjármál

Útkoma vegna Bridgehátíðar var góð og staða Bridgesambandsins err ágæt. Gerð verður nánari grein fyrir stöðu fjármála á næsta stjórnarfundi og áætlun vegna Evrópukeppninnar í sumar og næsta starfsárs sambandsins.

   7. Kjördæmamótið í Færeyjum

Útlit er fyrir góða þátttöku á kjördæmamótið í Færeyjum í maí. Tilboð vegna þátttöku hefur lækkað.

   8. Önnur mál

Næsti stjórnarfundur  14. maí kl. 16:30