Stjórnarfundur 8.febrúar 2013

föstudagur, 15. febrúar 2013

Stjórnarfundur BSÍ 8. febrúar 2013

Mættir voru , Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Helga Bergmann,
                   Örvar Snær Óskarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir boðaði forföll,
                    Jörundur Þórðarson var fjarverandi           

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.

  • 2. Icelandair Reykjavík Bridgefestival .
    Kynnt var bráðabyrgðaruppgjör mótsins og sýnir það mun betri afkomu en fyrir ári. Munar um 2 milljónum á hagnaði mótsins sem verður að teljast gott. Kom fram að þátttaka var meiri en hefur verið undanfarin ár. Mikil þátttaka erlendra gesta á eflaust stóran þátt í góðri afkomu. Var það mál manna að vel var látiðaf mótinu og voru erlendir gestir sérstaklega ánægðir með utanumhald, kostnað og gang mótsins.

  • 3. Landsliðsmál.
    Sú staða er komin upp að Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson geta ekki keppt um rétt til landsliðssæti þar sem þeir verða uppteknir erlendis í verkefni sem þeir komast ekki undan.  Stjórnin samþykkti að Jón og Þorlákur myndu ver eitt para á Norðurlandamóti 2013, en endanlegri ákvörðun vísað til Landsliðsnefdar.  Þetta myndi þýða að keppt yrði um um sæti tveggja para í stað þriggja.     

  • 4. Fræðslumál.
    Hópur spilara bæði í stjórn BSÍ og utan hefur undanfarnar vikur og misseri unnið ötulega að kynningu  Bridge í grunnskólum á höfðuðborgarsvæðinu.  Verður framhald á þessu núna á vorönn skóla og verða næstu 6 vikur helgaðar Rimaskóla og kennsla og spilamennska sett upp fyrir 9. og 10 bekk.  Mun Björgvin koma inní þessa kennnslu með þeim sem fyrir eru. Hefur hann samþykkt að taka að sér kennslu á vegum BSÍ innan grunn- og  framhaldsskóla. 

  • 5. Bréf til menntamálaráðherra
    Bréf til menntamálaráðherra sem kynnt var á seinasta fundi hefur verið sent og var samþykkt í framhaldi af umræðu um það að skýra frá samanburði  styrkja  frá ríkisstjórn til sambærilegra félagasamtaka og BSÍ á vef sambandsins.

  • 6. Mót framundan
    Fjallað var um þau mót sem framundan eru og kom fram að næstu helgi verða úrtökumót fyrir Íslansmót í sveitakeppni á suðurlandi og Reykjanesi.  8-10. mars verða undanúrslit Íslandsmótsins haldin á Hótel Natura. Ekki er búiðað finna staðsetningu fyrir úrslit sveitakeppninnar.

  • 7. Önnur mál
    Jafet tilkynnti að hann hefði fengið WOW flugfélgagið til að láta Bjarna og Aðalstein fá miða á Boðsmót Danska Bridgesambandsins´hinn 22-24 febrúar.
    Næsti stjórnarfundur verður 7.mars

Fundi slitið kl. 17:30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar