Stjórnarfundur 15.september 2011

föstudagur, 16. september 2011

   

11. fundur í stjórn BSÍ haldinn fimmtudaginn 15. sept.  kl. 16.00

Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson,  Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R Eiriksson.   Guðný Guðjónsdóttir og Kristinn Kristinsson boðuðu forföll.

1.         Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.         Annað landsliðsæfingamót, fyrir Bermuda Bowl, í boði Iceland Express verður haldið á CenterHotel Plaza helgina 16-18.september n.k. Mótið verður spilað í nýjum fundarsal CenterHotels Plaza Boðsgestirnir sem koma í boði Iceland Express eru:

Danmörk - Jens Auken og Sören Chrisiansen, Morten Bilde og Jörgen Hansen

Pólland: - Marek Szymanowski og Piotr Walszak, Piotr Zak og Jerzy Zaremba

Svíþjóð: - Tommy Gullberg og Per Olof Sundelin

Dagskrá: Föstud.   16.sept. kl. 18:00   2x16 spil,  laugard. 17.sept. kl. 10:00   3x16 spil, sunnud. 18.sept. kl. 10:00   3x16 spil 

Bridgemót - Bermuda skálin - 20 ára afmælismót

Ísland mun í október taka þátt í úrslitum heimsmeistarmótsins í bridge í Hollandi og á sama tíma eru liðin 20 ár síðan Ísland varð heimsmeistari í bridge, sem vakti mikla athygli.

Þann 17. september n.k. verður haldið afmælismót til að minnast þessa merka viðburðar. Þetta er boðs- og fjáröflunarmót fyrir Bridgesambandið þar sem fyrirtækjum er boðið að styrkja sambandið með fjárframlögum, fyrirtækjum er heimilt að senda inn par, kaupa sér par eða kaupa sér makker. Hvatt er til að fyrirtæki sendi inn einn spilara frá sér og fái síðan einn góðan bridgespilara með sér. Gjald fyrir þátttöku í mótinu er kr. 75.000 á fyrirtæki og svo eru allir styrkir vel þegnir. Átta erlendir spilarar munu taka þátt í þessu móti sem og allir okkar bestu spilarar.

Spiluð verða 24 spil laugardaginn 17. sept, mótið hefst kl. 16.00, lokið um kl sjö, spilað verður í Hörpunni á 12 borðum og lýkur með verðlaunaafhendingu fyrir 5 efstu sætin og veitingum. Hægt verður að fylgjast með running scori á heimasíðu BSÍ. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.

Gríðarleg vinna hefur verið í kringum afmælismótið á laugardag kl 16-19.15.  Jafet, Björn, Helgi Jóhannsson, Guðný Guðjónsdóttir o.fl. hafa verið að safna fyrirtækjum og hafa fengið vilyrði fjölda fyrirtækja fyrir framlagi. Einnig hefur JÓ sett inn umsókn í fleiri en einn sjóð sem er á vegum fyrirtækja (Alco og Alkan, Byko, Samherji). Bæði Olís og NBI-banki ætla að greiða fyrir auglýsingu á keppnisbúninga.  Iceland Express hefur mjög dyggilega stutt við BSÍ og kunnum við Matthíasi Imsland og öðrum bestu þakkir fyrir stuðninginn.  Ólöf sér um að fylla í skörðin með hæfilega góðum spilurum. Björn Eysteins og Jafet útvega verðlaun í formi bóka, t.d. um Ísland.  Stjórnarmenn sjá um að ná í erlendu gestina út á flugvöll.

3.         Undirbúningur undir Heimsmeistaramótið í október, kostnaður s.s. skattar o.fl. vegna flugs ca.180þús, hótelkostnaður mjög hár, líklega1,5 millj, náum líklega endum saman. Reynt að fá styrk frá Reykjavíkurborg.  Rætt um Glenn Aston og hugsanlega aðstoð hans, Jafet ræðir þetta í landsliðsnefnd.

4.         húsnæði fyrir Bridgehátíð (Iceland Express) er enn ófrágengið  í janúar 2012, Ólöf athugar tilboð, þetta þarf að komast á hreint. Bjartsýni um þátttöku útlendinga. Kynning á vegum IE og BSÍ í öðrum löndum, einu landi á ári, getur aukið þátttöku.  Brighton ágúst, Örebro ágúst, nota Íslendingar sem eru úti. Svenni skoðar og sér um.  Setja þarf upp banner og hanna hann til að hafa á erlendum heimasíðum bridgesambanda. Bjóða Bjarna Fel að koma. DO hefur verið boðið, kemst ekki

5.         Fundur framkvæmdastjóra Bridgesambanda Norðurlandanna. Ólöf fór ein, fyrsti slíkur fundur, hópvinna, umræðuhópar, Ólöf tekur saman punkta og sendir á okkur eftir helgi.

6.         Ársþing Bridgesambandsins:  Ársþing  verður 16.okt. Denna setur þingið og frestar því til 18. nóv kl 16. Ólöf hefur samband við öll félög og greinir þeim frá framhaldsársþinginu. Athuga næstu stjórn, fulltrúar dreifbýlis eiga erfitt með að vera í stjórn, JÞ sér hins vegar góð not fyrir þátttöku dreifbýlisspilara í mótanefnd. Búast má við fulltrúa úr líflegri stjórn BR. SRE og JÞ verða með lagabreytingu um keppnisfyrirkomulag í Íslmóti í tvímenning.   Einnig verða ræddar tillögur um að byrjunartími íslandsmóta verði kl 10 en ekki kl.11.

7.         Mind games, fyrirspurn um þátttöku frá Ingólfi Páli, eigum ekki lið í þetta. Jafet mun svara þessu bréfi.

8.         Önnur mál: Eldri borgarar starfa mestmegnis utan BSÍ, bæði á stór-Reykjavíkur-svæðinu og fyrir austan. 

VR er öflugt félag með námskeið fyrir félaga sína bæði í bridge og öðru. Ræða við Þorvald Pálma og netkennsla,  atriði: getur spilað á netinu, námskeið hjá GPA, Bjóða upp á námskeið fyrir Vinnumálastofnun, Árni Már kannar - einnig fyrir eldri borgara.

Samþykkt að setja tvær auglýsingar, aðra í Mbl og hina í Fréttablaðið, auglýsa einnig Bridgeskóla Guðmundar Páls. Fá stúlku frá Sölku ehf til að hanna augl. Í auglýsingu þarf að koma fram upplýsingar um sími, netfang, heimasíða og staðsetningu BSÍ, heimsmeistaramótið, sími og netfang Bridgeskólans og hvenær námskeið hefjast. Helstu mót framundan. Einnig um jafnvel BBO.

SRE greindi frá góðri afkomu sumarbridge: afkoman 2009, 2010, og núna 2011. Aukin þátttaka. Hagnaður töluverður ef ekki er tillit tekið til húsnæðiskostnaðar. Mun skemmtilegra þegar vel er mætt. Um 25% af virkum íslenskum spilurum tók þátt í sumarbridge.

Næsti stjórnarfundur 3. nóvember.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar