Stjórnarfundur 28.október

mánudagur, 18. október 2010

1.Stjórnarfundur nýrrar stjórnar, sem kosin var á  ársþingi sambandsins 17.okt. s.l. undir stjórn Jafets S. Ólafssonar
fmmtudaginn 28. október 2010

Mættir voru Jafet S. Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Sveinn R. Eiríksson, Garðar Garðarsson, Árni Már Björnsson, Kristnn Kristinsson, Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir

Dagskrá

  • 1. Nýr forseti Jafet S. Ólafsson setti fundinn. Stjórnin byrjaði á að senda fráfarandi forseta Þorsteini Berg þakkir fyrir velunnin störf undanfarin þrjú ár Síðan skipti stjórnin með sér verkum: Guðný Guðjónsdóttir varaforseti,: Árni Már Björnsson gjaldkeri, Jörundur Þórðarson ritari. Samþykkt var að forseti hefði einnig prókúrurétt fyrir reikninga sambandsins.

  • 2. Framkvæmdastjóri greindi frá helstu samþykktum ársþings. Hún nefndi m.a. gagnrýni dreifbýlisspilara varðandi fyrirkomulag á deildakeppni, erfitt væri að sækja mótið á tveimur helgum. Nú hefði verið valið í dómstól BSÍ (áður Áfrýjunarnefnd BSÍ) en það hafði farist fyrir árið áður. Fundargerð liggur ekki fyrir.

  • 3. Skipað í helstu nefndir:

Meistarastiganefnd BSÍ: Garðar Garðarsson formaður, Ómar Olgeirsson, Frímann Stefánsson.  Frímann kemur nýr inn.

Laga- og keppnisreglunefnd BSÍ: Sveinn R. Eiríksson formaður, Jón Baldursson Jörundur Þórðarson.

Dómnefnd BSÍ verður óbreytt: Sveinn R. Eiríksson, formaður, Ásgeir Ásbjörnsson, Pétur Guðjónsson, Bjarni H. Einarsson, Sigurbjörn  Haraldsson, Sigurður Vilhjálmsson, Guðmundur P. Arnarson. Samt sem áður verður dómnefnd alltaf skipuð fyrir hvert mót.

Stjórn minningarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar óbreytt: Garðar Garðarsson formaður, Ólöf H. Þorsteinsdóttir

Bridgehátíðarnefnd: Sveinn R. Eiríksson, Gunnlaugur Karlsson, Helgi Jóhannson og Kristján Blöndal. Helgi kemur nýr inn.
Landsliðsnefnd: Jafet S. Ólafsson, Þorsteinn Berg, Björn Eysteinsson, Ragnar Hermannsson. Jafet kemur nýr inn.

Heiðursmerkjanefnd BSÍ: Þorsteinn Berg, Guðmundur Baldursson, Guðmundur Sv. Hermannsson 
Mótanefnd: BSÍ: Jörundur Þórðarson formaður, Ómar Olgeirsson, Ragnheiður Nielsen, Guðrún Jóhannesdóttir

Erlend samskipti: Jörundur Þórðarson, Sveinn R. Eiríksson, Ólöf H Þorsteinsdóttir

  • 4. Skýrslur nefnda, skýrsla útbreiðslufulltrúa Hjálmtýs R. Baldurssonar lá frammi á fundinum. Hann var nýlega ráðinn í hlutastarf til að stuðla að nýliðun. Meðal annars að stuðla að því að kennsla í framhaldsskólum verði víðar tekin upp. Hann skilaði afar vandaðri skýrslu um starfið og er að koma á tengslum við skólana.

Rætt var um að það gæti verið jákvætt að lagfæra útreikningsreglur fyrir sem gæti stuðlað að hraðari stigasöfnun fyrir nýliða. Þarf að skoða betur. Núna er í notkun dansk reikniforrit sem hefur sinnt þessari vinnu í mörg ár. Mætti gjarnan lagfæra þannig að auðveldara væri að ná í tölfræðigögn úr kerfinu.

  • 5. Landsliðsnefnd, undirbúningur heimsmeistaramóts. Æfingar eru þegar hafnar í landsliðum. Ýmis æfingamót eru nú þegar á dagskránni, Evrópubikarinn núna í nóvember í Tyrklandi en þangað fara Júlíus Sigurjónsson, Þröstur Ingimarsson, Ómar Olgeirsson og Sveinn R Eiríksson. Það er vont að geta ekki sent fleiri en bæði hótel og flug er afar kostnaðarsamt og spilarar fá aðeins hluta kostnaðar greiddan en verða að borga með sér. Í apríl er boðsmót í Kína en einnig er Norðurlandamót og 1-2 boðsmót í Hollandi.

  • 6. Bridgehátíð, Reykjavik - IcelandExpress festival. Líklegt er að spilað verði á nýjum stað bara í þetta eina skipti vegna breytinga á Hótel Loftleiðum.

  • 7. Fjárhagsáæltun. Forseta og framkvæmdastjóra falið að reyna að fá lagfært framlag ríkis, en mikill niðurskurður í fjárlaganefnd getur stofnað í hættu þátttöku okkar í heims-meistaramótinu sem haldið verður í Veldhoven í Hollandi 15.-29.október 2011.

  • 8. Kynningar- og útbreiðslumál. Rætt um að sameina fjölmiðlanefnd og fræðslu- og nýliðanefnd. Reynt verður að finna öfluga menn í þá nefnd. Afar mikilvægt er að fá umfjöllun fjölmiðla, það getur hjálpað við nýliðun.

  • 9. Önnur mál:

Samþykkt að fjárfesta í 60-66 BridgeMate tölvukubbum og kaupa líka 6 servera.

Verðlaun fyrir 1. sæti í Deildakeppni 2010 verða 150 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express 

Samþykkt að kaupa af Verðbréf hf 300þús kr IcelandExpress ferðavinning á kr 200 þúsund,  þetta mun nýtast landsliðinu í komandi landsliðsverkefnum.

Samþykkt að verðlaun fyrir 1. sæti í Íslandsmótinu í sveitakeppni 2011 verði 150 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express

Bridgesamböndin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru að fara opna sameiginlegt svæði á BBO þar sem haldin verða samnorræn bridgemót með alvöru keppnisstjórum. Tungumál verður danska, norska eða sænska. Þessi 3 lönd hafa nú sent öllum bridgesamböndum í Nordisk Bridge Union boð í að taka þátt í opnunarmótinu sem verður haldið sunnudaginn 14. nóvember. Skráning fyrir 10.nóvember. Allir spilarar verða að skrá sig undir fullu nafni þegar þeir skrá inn á samnorræna vefinn en munu spila sama heiti og á BBO.

næstu fundir 18. nóv, 16. des og 20 jan. 2011


--
This message has been scanned for viruses and
dangerous content by MailScanner, and is
believed to be clean.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar