Stjórnarfundur 18.nóvember 2010

föstudagur, 29. október 2010

2.  Fundur stjórnar BSÍ haldinn 18. nóv. 2010 kl 17.00

Mættir á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson og Sveinn R Eiriksson. Forföll boðuðu Kristinn Kristinsson og Ólöf Þorsteinsdóttir.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun fyrir landsliðshóp vegna heimsmeistaramóts. Jafet fór yfir helstu kostnaðarliði: Þjálfunarkostnaður, æfingaferð til Kína, Norðurlandamót og að lokum heimsmeistaramótið eða Bermúdaskálin. Heildarkostnaður er áætlaður 7,4 milljónir þó alls staðar sé reynt að klípa af. Nefndinni fékk einnig boð til Ísraels en því miður er ekki hægt að þiggja það af fjárhagsástæðum. Í ferðinni til Kína í apríl er allt uppihald okkur að kostnaðarlausu en ferðirnar eru nokkuð kostnaðarsamar enda langt flug.

Heimsmeistaramótið í Hollandi er langdýrasti pósturinn, áætlaður 3,8 milljónir og þar af gistingin langfyrirferðamest eða 2,1 milljón.

3. Forseti lagði fram og kynnti samning við Einar Jónsson um þjálfun landsliðspara annars vegar í okt-nóv-des og hins vegar jan-feb-mars. Inni í því er bæði vinna með pörum og verkefni með hópnum.  Björn Eysteinsson og Jafet verða tengiliðir við Einar um mál sem geta komið upp í tengslum við þjálfun landsliðsins 

4.  Um val á landsliði og landsliðsnefnd. Reiknað er með að valið fari fram fyrri hluta árs 2011  og verði með sameiginlegri ábyrgð þjálfarans og nefndarinnar.

5.  Tvö pör tóku þátt í bikarmóti Evrópu í Ismir í Tyrklandi, það var góð reynsla fyrir þessa vaxandi bridgespilara (Sveinn - Ómar Olg. og Júlíus - Þröstur). Fyrst var 26 tíma ferðalag frá Madeira til Ismir síðan spilamennska án nokkurra afleysinga allan tímann, varla hægt að reikna með verðlaunasæti við slíkar aðstæður. Móts- og ferðakostnaður  var mun hærri en fyrri ár svo að spilararnir þurftu að greiða töluvert með sér (styrkurinn dugði fyrir helming útgjalda). Því má bæta við að Júlíus og Þröstur stóðu sig með eindæmum vel á Madeira og sigruðu með nokkrum yfirburðum á tvímenningsmótinu. Til hamingju piltar!

Í framhaldi af þessu fengum við boð um að halda bikarmótið á næsta ári. Kostnaður sem því fylgir er of mikill - sérstaklega vegna þess að næsta ár verður svo dýrt vegna heimsmeistarmótsins (Bermuda Bowl). Samþykkt að afþakka þetta boð núna en Jafet og Sveinn skoða tilboð fyrir árið 2012 í byrjun næsta árs.

6.  Fjáröflun.  Jafet hefur þegar haft samband við nokkur fyrirtæki um að fá þau til stuðnings við BSÍ og þau landsliðsverkefni sem framundan eru. Stefnt að því að mynda hóp 20 fyrirtækja "Bridgehópinn". Útbúa þarf í því sambandi kynningarbækling helst sem tengist fyrri afrekum íslenska landsliðsins með myndum frá Japan þar sem við unnum Bermúdaskálina fyrir hartnær 20 árum. Síðan þyrfti að fá 5 auglýsingar á treyjur landsliðsmanna. Þess má geta að í Belgíu var e-ð um það óska eftir búningum íslenska liðsins ó mótslok. Sveinn greindi frá því að honum byðist að skrifa inn á bridgetopic vef í Bretlandi. Það gæti gagnast varðandi kynningu á íslenskum bridgeviðburðum s.s. eins Bridgehátíð.

7.  Óskað hefur verið eftir fundi með fjárveitinganefnd og hefur hann verið tímasettur. Einnig hefur verið óskað eftir fundi með menntamálaráðherra, markmið funda að reyna að fá leiðréttingu á fjárframlögum til BSÍ.

8.  Launuð störf á vegum BSÍ:  Samþykkt að endurskoða starfslýsingu bæði hjá framkvæmdastjóra og bókara. Þörf á einhverjum lagfæringum.

9. Húsnæðismál.  Enn er verið að vinna með Skáksambandi Íslands í húsnæðismálunum. Núna er búið að fá verðmat á eignir beggja félaga, bæði eign okkar að Síðumúla 37 en einnig eign Skáksambands Ísland að Faxafeni 12. Vonast er til að hægt sé að samnýta húsnæði fyrir bæði samböndin og reyna að fá fram eignaskipti, eitt stórt húsnæði fyrir bæði samböndin gæti verið hagkvæm fyrir báðaaðila - samlegðaráhrifin væru það mikil, ein kaffistofa, einn framkvæmdastjóri o.s.frv. Í báðum tilvikum hægt að þjónusta eldri spilara að deginum. Meðal annars hafa verið skoðuð geymsluhúsnæði.

10.  Önnur mál. Sveinn upplýsti að búið er að kaupa Bridgemate tölvur og eru þær á leiðinni til landsins.

Næsti fundur  verður boðaður með dagskrá 16. des kl 16.30

Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar