Stjórnarfundur 16.desember 2010

föstudagur, 29. október 2010

3.stjórnarfundur BSÍ 
 
Stjórnarfundur í BSÍ Fundur haldinn 16.des. 2010 kl. 16.30 Mættir á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir.og Sveinn R Eiriksson. Forföll boðaði Kristinn Kristinsson
1.    Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2.    Fræðslumál: Stjórn BSÍ barst bréf frá Bridgesambandi Austurlands.
Spilamennska hefur dregist nokkuð saman að undanförnu bæði þar og sums staðar annars staðar á landinu og er óskað eftir aðstoð við fræðslu. Það er ljóst að bridgespilamennska hefur átt undir högg að sækja að undanfarin ár, nýliðun er takmörkuð og alveg skýrt að tölvuleikir hafa áhrif. Mjög mikilvægt er að allt kapp verði lagt á það í öllum félögum að styðja nýliða og stuðla að bridgekennslu í framhaldsskólum. Jafet og Ólöfu var falið að svara umræddu bréfi.
3.    Iceland express bridgemótið, janúar 2011. Eins og komið hefur fram verða endurbætur og lagfæringar á Hótel Loftleiðum fram á sumar.
Spilamennska sem þar hefur farið fram færist í húsnæði í Síðumúlanum sem stendur ónotað (efri hæð handan götunnar). Ágæt lofthæð er þar og góð aðkoma. Heimasíðan fyrir mótið er enn ekki tilbúin en á meðan verða upplýsingar á heimasíðu BSÍ. Samningur við hótelið er í vinnslu, þar kemur Bridgehátíðarnefnd og Ólöf að málum. Hótel mun sjá um allan akstur fyrir hótelgesti á mótin. Undirbúningur fyrir mótið er á fullu.
4.    Landsliðsmál: Forseti hefur verið í góðu sambandi við Björn Eysteins og þjálfara og eru æfingar í góðum gír.
5.    Beiðni um styrk vegna þátttöku í mót í Svíþjóð barst stjórninni. Því
miður verður stjórn BSÍ að hafna þessari ósk, enda á BSÍ fullt í fangi með að standa straum af miklum kostnaði við landslið, rekstur húsnæðis og fræðslumál.
6.    Fjárveitinganefnd - samanburður á framlögum. Forseti BSÍ hefur lagt mikla vinnu í að kynna fjárveitinganefnd stöðu BSÍ og hefur ekki haft árangur sem erfiði því í fjárlögum eru framlög til BSÍ lækkuð um 38% á síðustu 2 árum. Framlagið lækkar úr 13,8m niður í 8,4m. Það stingur í augun að í sömu fjárlögum er styrkur til ÍSÍ, UMFÍ og til Skáksambandsins aðeins lækkuð um 12%.
. Það er líka ljóst að þátttaka okkar í Bermúda skálinni verður mjög dýr.
Liður um ýmis íþróttamál var hakkaðu um 11,5 m.kr. í 3 umræðu og verður sótt um framlag úr þeim lið til menntamálaráðherra  
7.    Bókari fyrir BSÍ.  Þetta starf er núna umfangsminna en fyrir 2 árum þar sem rekstur á sjoppu er ekki lengur á herðum BSÍ. Leitað verður tilboða í þetta verkefni. Stjórn BSÍ lýsir yfir ánægju með störf núverandi bókara.
8.    Lítil þátttaka kvenna í mótum. Á Íslandsmótinu í Bötler 12.des. var
í fyrsta skipti engin kona þátttakandi. Ein kona tók þátt í Íslandsmótinu í sagnkeppni sem fór fram 10. des. Þetta veldur nokkrum vonbrigðum því þessi mót eru einnig hugsuð sem þjálfun fyrir landslið. Á hitt ber samt að líta að stutt er í jól en undirbúningur þeirra hefur oft lagst þyngra á konur.  Rætt var um að aukning hefur orðið í sumum bridgefélögum. Sú aukning hefur ef til vill fengist þar sem góð aðstaða er og kynning er meiri, t.d. hringt er í fólk og minnt á mót. Líklega má bæta eitthvað þátttöku með meiri kynningu.
9.    Önnur mál, næsti stjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. jan. 2011 kl 16.30.  Skoðað var uppgjör nokkurra móta núna í haust og koma þau öll út í plús.

Fundi slitið 17.45
Ritari.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar