Stjórnarfundur 13.janúar 2011

föstudagur, 29. október 2010

4. Fundur stjórnar BSÍ haldinn haldinn 13. jan. 2011 kl. 16.30

Mættir á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir.og Sveinn R Eiriksson. Forföll boðaði Kristinn Kristinsson

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2. Fræðslumál:  Bréfi frá Austfjörðum hefur verið svarað að hluta, mjög mikilvægt að styðja við alla fræðslu þar sem annars staðar. Framkvæmdastjóri fylgir þessu eftir.

Hjámtýr fræðslufulltrúi BSÍ sendi skýrslu um samstarf sitt við framhaldsskólana. Mikilvægt er að það sé ljóst að bridge er viðurkennd valgrein í framhaldsskólum landsins, kennsla greidd af menntamálayfirvöldum sbr. bréfi 4. febr. 2003. Bridgeáfangar eru í námskrá. Menntamálayfirvöld hafa bent okkur á að uppfæra þessa áfanga í samræmi við nýja námskrá.

Hjálmtýr verður sjálfur með valáfanga í MH og kennsla hefur verið í MK (Heimir Freyr Hálfdánarson á heiður skilið fyrir það), áhugi sýndur víða annars staðar. Stefnt að framhaldsskólamóti 19.-20. mars. ' óskað er eftir því að BSÍ bjóði upp á vikulega spilatíma - það gæti örvað verulega þetta uppbyggingarstarf. Stjórn BSÍ sýnist mánudagskvöld séu að mestu laus, gott væri einnig 15 -18 aðra daga. Reynt verði að hafa samband við nemendafélög um átak eða kvöld.

Stjórn BSÍ hvetur öll félög til að standa að fræðslu og nýliðun inni á sínu svæði. Suðurnesjamenn hafa verið með kennslu á sínu svæði og á innanfélagsmótum er töluvert gert af því að reyndir spilarar spila við byrjendur eða með þeim í sveit. Þetta hefur þegar borið talsverðan árangur.

Rætt var um að senda fræðslufulltrúa út á land í 2-3 daga fræðsluátak, fá styrktaraðila á staðnum.

Nokkur áhugi félaga eldri borgara um bronsstig og BridgeMate.

3. Undirbúningur Bridgehátíðar. Staðsetning verður á efri hæð hússins að Síðumúla 32 fyrir ofan Álnabæ). Er það vegna breytinga sem standa nú yfir á Loftleiðahótelinu. Styrktaraðilar okkar Icelandairhotels eru að ganga frá spilaaðstöðu (allt upp í 72 borð), setja upp veitingaaðstöðu (súpa + samlokur), rútuferðir verða tvisvar á dag (fyrri og seinni akstur á spilastað, svipað til baka).  Einnig ýmis tölvuþjónusta. Vegna framkvæmda verða færri herbergi laus en í stað eins manns herbergja verður meiri áhersla á 2gja manna herbergi. Sveinn og Ólöf ljúka gerð samning við hótelið. Við greiðum fyrir salina í sex daga (þriðjudag til sunnudag) en fáum í kaupbæti afnot bæði þriðjudag 

Töluverðar umræður voru um kynningu og fjölmiðlamál. Umfjöllun um handbolta mun skyggja á. Jafet mun hafa samband við fjölmiðlamenn.

Niðurfelling flugs veldur truflun á þátttöku erlendra.

 Á miðvikudag var sýndur þáttur frá þátttöku okkar Bermúdaskálinni 1991 þegar við náðum heimsmeistaratitli 16:20 Sjö grönd í Yokohama. Mjög mikilvægt er að ná til fjölmiðla. Greiður aðgangur er að ÍNN og lítill kostnaður við þáttagerð. Áhorf þar er orðið allt upp í 40%. Golfþættir sem þar voru gerðir eru góð fyrirmynd fyrir okkur. Góð leið við að kynna stór mót, þátttöku okkar í Bermúdaskál og einnig góð leið við bridgekennslu.

Í bréfasamskiptum SRE og Ómars Olgeirs eru ræddir möguleikar á gerð heimildamyndar um bridgehátíð, auk tengingar við Bermúdaskál (Nöfn: ÓFV, styrktaraðili, viðtöl sjónvarpskonu við bridgefólk (stjórn, meistarar, spilarar)

Landsliðsmál. Mikil vinna í gangi, val á landsliði í febrúar.

Samningur við Icelandair: Náðst hefur samkomulag við Icelandair um styrkveitingar í formi frímiða, þetta er okkur afar mikilvægt enda mörg verkefni framundan, þar sem hæst stendur heimsmeistaramótið í haust í Hollandi. Stefnt á langtímasamstarf.

 "Bridgehópurinn": Jafet heldur utan um hópinn og kallar fólk til, tveir úr stjórninni, Guðný og Garðar eru einnig með í hópnum.

Bókari fyrir BSÍ.  Náðst hefur samkomulag við Ásbjörn Þorleifsson og fyrirtæki hans "Bókhald og fjármál ehf" um að sjá um bókhald Bridgesambandsins, stilla upp ársreikningi og skil á nauðsynlegum framtölum. Nokkur sparnaður er með þessum nýja samningi.

Önnur mál. Erindi hefur borist okkur frá Marilyn Malinowska TGRs, Thomas Charlsen, Jon Baldurson um Nýjársmótaröðina 2012 í því felst samstarf um að kynna þriggja móta röð, TGRmót í London, mót í Bergen og síðan Icelandexpress Reykjavík Bridgefestival

Jákvæðar undirtektir stjórnar.

Sveinn sagðist ætla að sjá um kynningu í gegnum BridgeTopics, en þar setur hann fram fréttir og annað frá Íslandi.

Framkvæmdastjóri spurði um kostnað vegna leyfa vegna BridgeMate forrita. Sveinn minnti á að 15 leyfi hefði verið keypt og kostnaður dreifður á þrjú ár. Lægri kostnaður er síðan árgjöldin vegna þjónustu. Fundað verður með Brenning um samninginn.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn 17. febrúar kl 16.30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar