Fundur 9.sept. 2010

föstudagur, 10. september 2010

Aukafundur í stjórn BSÍhaldinn 9. sept. 2010. Mættir voru Ólöf, Guðný, Sveinn, Þorsteinn og Jörundur ásamt sérstökum gesti fundarins Hjálmtý Baldurssyni. Tilefnið var fræðsluátak BSÍ í skólum landsins. BSÍ æskir þess að Hjálmtýr taki að sér að halda utan um alla bridgefræðslu í skólum, koma á laggirnar bridgekeppni milli framhaldsskólanna sem væri haldin árlega. Tímasetning (jan, feb, mars) þarf að miðast við það að verðlaunahafar geti nýtt sér ferð um páska á Junior Camp sem fram fer árlega í Danmörku næst (annars í Noregi eða Svíþjóð). Hjálmtýr fékk gamalt kennsluefni í hendur (sem er upphaflega frá GPA), einnig nýtt kennsluefni (cd-diskur með) frá Danmörku (1. bindi af fjórum um samnorræran Standard). Aðalatriðið er að ná sambandi við stjórnendur framhaldsskólanna og ræða við þá um hvernig hægt er að koma bridgekennslunni að. Ef ekki næst í hóp strax þá má einnig nýta óhefðbundna daga í skólunum til að koma bridgekynningu að. Menn voru sammála um að setja fram frekari hugmyndir á framhaldsfundi sem boðaður yrði fljótlega. Meginvinnan yrði í byrjun hverrar annar meðan verið er að starta hópum sem og í kringum framhaldsskólakeppnina.Einnig var rætt um kennslu í grunnskóla en talið erfiða í framkvæmd. Ábending vegna fyrri umræðna. Ef fáir sækja um frá e-m skólum má gjarnan sameina 2 eða fleiri hópa og kenna í Síðumúla 37 eða í öðrum hvorum skólanum eftir því sem aðstæður leyfa. Einnig kemur til greina að BSÍ styrki kennslu ef lítið vantar upp stærð hóps til að hann dæmist kennsluhæfur.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar