Stjórnarfundur12.ágúst 2010

mánudagur, 30. ágúst 2010

10. Fundur í stjórn BSÍ 12. ágúst 2010 kl 16.30

Mættir voru: Þorsteinn Berg, Garðar, Guðný, Jörundur, Ólöf og Sveinn en Kristinn og Ragnheiður boðuðu forföll.

Skýrsla forseta:  Forseti greindi frá efni fundar í landsliðsnefnd sem haldinn var þriðjudaginn 10. ágúst kl. 17 á Café Mílanó. En þar flutti Ragnar Hermannsson skýrslu frá Evrópumótinu sem haldið var í Belgiu í Oostende. Hann rakti aðdragandann,  hvernig landsliðsnefnd varð til og hvernig starfið og undirbúningurinn fyrir EM hófst. Hann taldi það hafa reynst vel að Einar hafi séð um æfingarnar og stýrt á undirbúningstímabilinu bæði í opna flokknum og kvennaflokknum. Hann minnti á að hann hafi tekið það fram í byrjun að hann myndi ekkert koma að fjáröflun. Síðan kom hann að lokaundirbúningi og bæði kom hann að æfingarmóti og vann einnig í andlegum undirbúningi. Sú nýbreytni var að tveir voru saman í herbergi, þó ekki makkerar og virtist ekki skemma fyrir árangri. Ekki var loftkæling á herbergjum og ekki hjálpaði það. Meginregla: Bannað að gagnrýna makker. Mikil hjálp reyndist efni sem Glen Aston útvegaði okkur um andstæðinga. Helst sem á vantaði að boðleiðir þyrftu að vera skýrari. Hver átti að sjá um hvað? Einnig reyndist ferðalagið nokkuð tímafrekt og erfitt.  Anna Þóra gengdi afar þýðingarmiklu starfi, sem ritari við keppnisborð, fararstjóri, fréttaritari og fl.

Landsliðsþjálfun og landsliðsnefnd: Sveinn sagði frá hugmyndum sínum um landsliðsnefnd. Mjög mikilvægt sé að einn þáttur snúi að erlendum samskiptum, annar að sjá um að þjálfa pörin og þriðja atrði að velja liðið. Ekki er víst að sami aðili stýri liðinu í keppni og sá sem velur liðið.

Um erlend samskipti: Það voru einmitt þessir þættir sem hjálpuðu til við lokaundirbúninginn á EM, boðsmótin tvö annað í Bonn og hitt í Amsterdam. En einnig er hægt að setja upp keppni við erlend landslið á BBO bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Í þriðja lagi tengsl við erlenda þjálfara eða upplýsingaveitur. 

Þjálfunin: Nefndin áskilji sér rétt til að skipta pörum í báðum flokkum upp í A-hóp og B-hóp.  Mikilvægt að fá nokkra menn til að sjá um þjálfun, bæði til að vera með fyrirlestra og æfingar í tengslum við þá, kerfisvinna með pörum, einnig er ekki sjálfsagt að BSÍ greiði allan þjálfunarkostnað, hugsanlegt að pörin (sérstaklega B-pörin) greiði hluta af kostnaði (t.d. 900 kr gjald eins og keppnisgjaldið í félögunum. Æfingar gætu verið í Síðumúlanum á föstudögum, í tölvunni heima, kerfisæfing heima með pari. Minna æfingaálag væri þegar stíf dagskrá skv. Mótaskrá. S.s. deildakeppni o.fl. 

Landsliðsnefnd sér um val á liðinu í landsliðsverkefni (nema að annað verði samþykkt)

Bikarhafar 2009 hafa enn ekki fundið sér mót við hæfi. Það kemur til greina að þeir fari á næstu sænsku bridgehátíð. Rottnerosmótið hefur verið tengt þessum rétti en nú hefur mótið verið lagt af. Hingað til hefur það kostað ca. 250þús.

Íslandsmeistarar 2009 eiga rétt á að taka þátt í Chairmans Cup sem haldið er í Tyrklandi. Ekki er útséð með það hvort þeir treysti sér til að taka þátt í því móti vegna þess hve dýrt það er, en BSÍ veitir aðeins styrk upp á u.þ.b. 400þús. Hugsanlega hægt að reyna að fá styrktaraðila til að brúa bilið.

  Sveinn og Jörundur ákváðu að hittast og vinna í að ganga frá auglýsingu um landsliðsvinnu. Núna eru eftir í nefndinni: Kristinn og Jörundur.  En Þorsteinn hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum og þökkum við hans störf. Full þörf fyrir a.m.k. 2 eða 3 til viðbótar.

Einnig greindi Sveinn og Guðný frá ferðinni á nýafstaðið mót í Örebro í Svíþjóð. Ein sveit í opnum flokki fór og komst í 32 liða útslátt en féll strax úr leik þar. Kvennaliðin tvö féllu út fyrr. Ragnar og Páll náðu verðlaunum tvívegis í tvímenningskeppnum. Gallar voru helst þeir hve langan tíma það tók að komast á keppnisstað. Ferðalangarnir þurftu að rífa sig upp kl 4 um nótt og drífa sig út á flugvöll. Síðan varð seinkun á vélinni nokkra tíma en flogið af stað um hálfellefuleytið til Gautaborgar. Þá tók við alllöng lestarferð og ekki komið á hótelið fyrr rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Hugsanlega hefur þetta seinlega ferðalag setið í keppendum. Lestarferðirnar voru nokkuð kostnaðarsamar en erfitt að kaupa þær fyrirfram vegna þess hve erfitt er að treysta flugtímum. Samkvæmt upplýsingum frá sænskum skipuleggjendum mótsins er hægt að fá umtalsverða lækkun á lestarmiðum með því að kaupa þá 2-3 mánuðum fyrr. Mikilvægt að undirstrika aga og metnað í öll landsliðsverkefni. Á mótinu var rík áhersla á fljóta og góða mætingu við spilaborð í upphafi hverrar setu, ella sekt, einnig skylt að vera með tvö kerfiskort. Ólöf giskar á að kostnaður við Svíþjóðarferð sé nálægt einni milljón.

Samþykkt að gera upp skuldir Miðvikudagsklúbbs við BSÍ með skuldajöfnun.

Ólöf beðin að skoða hvort ekki væri hægt að bóka strax hótel fyrir BB í Hollandi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar