Stjórnarfundur 1.júní
8. Stjórnarfundur BSÍ þriðjudaginn 1. júní. 2010 kl 16.30
Mættir: Þorsteinn Berg forseti, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.
Garðar Garðarsson og Kristinn Kristinsson (svaraði síma fyrir landsliðsnefnd) tilkynntu forföll.
Aðalverkefni fundarins var að ræða samskipti landsliðsþjálfara og kvennapara sem og önnur samskipti varðandi landsliðsmál. Stjórnin taldi eðlilegast að öll þau mál væru á ábyrgð landsliðsnefndar en þar sem hún hefur verið fáliðuð og ýmislegt komið upp á sem ekki var fyrirséð var ákveðið að fjölga í nefndinni og kemur Jörundur nú inn í nefndina.
Í nefndinni eru auk Jörundar þeir Kristinn Kristinsson formaður, Þorsteinn Berg og Gunnlaugur Karlsson. Einar Jónsson sá um þjálfun undirbúningstímabilið (jan. - maí) en nú tekur Ragnar Hermannsson að sér þjálfun og liðstjórn í opnum flokki fram yfir Evrópumótið. Honum til aðstoðar í mótinu verður Anna Þóra Jónsdóttir. Hún fær einnig það hlutverk að skrá inn spilin við annað borðið í hverjum leik.
Þá var rætt um framkvæmd og undirbúning vegna Evrópumóts. Þar var rætt um boli (dresscode), auglýsingar á boli, lyfjamál og fleira (s.s. dagpeninga, hvort þyrfti að prenta út kerfi andstæðinganna o.s.frv.). Lokaæfing verður 11. - 13. júní að Síðumúla 37. Sameiginlegur matur þann 20. til að hrista saman liðið.
Einnig var rætt um fyrirkomulag bridgevikunnar í Örebro í Svíþjóð. Flogið verður og ekið þann 30. júlí. Keppnin hefst laugardaginn 31. og spilaður allur sunnudagur og hálfur mánudagur, þá fara liðin að detta út eitt af öðru og taka þau þátt í hliðarkeppni og lýkur sveitakeppninni 5. ágúst. Tvímenningur verður 6., 7. og 8. Flogið verður heim þann 9. ágúst. Ráðgert er að 4 kvennapör fari og 2 pör í opnum flokki.
Kvennapörin eru: Arngunnur - Guðrún Jó., Harpa Fold - Brynja D., Guðný - Halldóra og Hjördísar - Ragnheiður. Til vara Hrafnhildur - Soffía. ( Síðasta parið kemur inn vegna forfalla Hjördísar -Ragnheiðar)
Pörin í opnum flokki: Ómar Olgeirsson - Sveinn R. Eiríksson, Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon
Mótanefnd: Mótaskrá næsta árs verður send út á næstu dögum.
4. Sumarbridge: Lítil aðsókn var í byrjun en hefur nú aukist verulega og er afar vel sótt. Dregið var í fyrstu tvær umferðirnar í bikarnum mánudaginn 31. maí. Þáttakan er heldur meiri en í fyrra. Spennadi verður að fylgjast með - bikarmeistararnir fá 400þ styrk ef þeir taka þátt í alþjóðlegu móti erlendis. Athuga að hægt sé fylgjast með Evrópumóti í sumarbridge.
5. Önnur mál:
Vinnuskólinn: Enn var rætt um fyrirhugaða bridgekennslu fyrir vinnuskólann, líklegt væri að lítið verði um eiginlega bridgespilun, mesta orkan verði við að kenna þeim að sortéra spilin og kenna þeim afar einfaldaða gerð af bridge.
Ljúka þarf við námsefni fyrir BRI102, sem Ljósbrá undirbjó, framhaldsáfangi verði á vegum BSÍ á tímanum 16-18
Koma þarf á Íslandsmóti framhaldsskóla. Sigurvegari fari á norænan "Camp" á páskum
leiðréttingar á lögum.
20 ár frá heimsmeistaratitli, upplagt að minnast þess atburðar með einhverjum hætti,
Fundi sliti kl 18.45. Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn xx. xxx kl 16.30
Jörundur Þórðarson