Stjórnarfundur 5.mars 2010

fimmtudagur, 4. mars 2010

5. Stjórnarfundur BSÍ fimmtudaginn 4. mars. 2010 kl 16.30

 Mættir: Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson,  Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.  Engin forföll.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra:  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni var haldið 20.-21.feb 2010. Keppnisstjóri var Sveinn R. Eiríksson, spiluð voru 9 umferðir, 12 spil á milli sveita. Spilað var með skermum. Í sigursveitinni spiluðu þær stöllur Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen. Röð efstu sveita: 1. Vinkonur 168, 2. DEMB 167, 3. Plastprent 149, 4. Vorboðar 142, 5.-6. Hrund Einarsdóttir og Hetjurnar 139.

Framkvæmdastjóri greindi einnig frá bókhaldsuppgjöri vegna Bridgehátíðar. Veltan var í kringum 4 milljónir og sýndi hún smáhagnað

2.  Skýrslur nefnda

Mótanefnd: Jörundur og Ragnheiður:

Mótaskrá næsta árs er í vinnslu. Einn vandi. Eftir að úrslitin í sveitakeppni voru færð úr dymbilviku þá hefur mótið verið sett á sumardaginn fyrsta (fimmtudagur til sunnudags) til að fækka töpuðum vinnudögum. Nú ber svo við að sumardaginn 1. ber upp á skírdag á næsta ári.  Sveinn stakk upp á því að til að lágmarka vinnutap mætti hefja mótið á föstudegi. Þá yrði úrslita keppnin á mánudegi og aðeins meðlimir fjögurra sveita myndu tapa tveimur vinnudögum. Vísað aftur til mótanefndar til frekari athugunar.

Tvær undanþágubeiðnir bárust mótanefnd, sem ekki var hægt að verða við. Önnur vegna Vesturlandsmóts í sveitakeppni en hin vegna væntanlegrar undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni.

Bridgehátíðarnefnd: Sveinn R. sagði að nefndin stefndi á að bæta við hátíðina, móti fyrir stigalægri spilara bæði innlenda og erlenda. Til þess þarf tengingar við erlendar ferðaskrifstofur. Einnig í athugun er að fá einn í viðbót inn í nefndina.

Landsliðsnefnd: Mörg pör eru á landsæfingum - eftir að bætt var við pari í opnum flokki þá ákvað þjálfarinn að opna fyrir þátttöku fleiri í kvennaflokki. Eftir því var tekið að ekki eru öll pör að taka þátt í Íslandsmótinu í tvímenningi - spurning hvort ákvæði um slíkt hefði þurft að vera. Rætt hvort pörin eigi ekki að taka þátt í kostnaði við þjálfun í hlutfalli við ekki-þátttöku í sterkum mótum.

Nýliðunarstarf: Guðný er að undirbúa kennslu fyrir vinnuskólann í sumar - vantaði kontakta í Reykjavík. Óskaði eftir notuðum spilum fyrir ungmennin. Kristinn ætlar að sjá um að útvega meðlæti (kók og pylsur), Sveinn mun einnig koma að kennslunni, hann taldi að mini-bridge myndi henta vel. Fleiri gætu einnig komið að þessu. Sveinn sagðist vera í sambandi við Heimi (sem leiðbeinir í MK) um að reyna að koma á fót framhaldsskólamóti, verðlaun væru að senda tvær efstu sveitir á Junior Camp á Norðurlöndum (til skiptis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, páskar) og jafnvel Evrópumót.

Laga og keppnisreglnanefnd BSÍ: Sveinn eða Ólöf  beðin um að leiðrétta villu í keppnisreglugerð til samræmis við samþykktir ársþinga. "2.3. Undanúrslit. Í undanúrslitum spila 40 sveitir sem skipt er í 4 riðla. Í hverjum riðli er spiluð raðkeppni, 20 spila leikir, án hálfleiks...."

Ársþing 2008: Í stað 20 spila leiki verði 16 spila leikir.

Einnig þarf að leiðrétta í lögum BSÍ:   " 3. kafli. Stjórn og sambandsþing. 5. grein.

Á milli ársþinga er æðsta vald í málefnum sambandsins í höndum stjórnar, sem skipuð skal 7 mönnum sem kosnir eru á ársþingi. Forseta skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn og 3 meðstjórnendur til tveggja ára. Varastjórn skipuð 3 mönnum skal kosin til eins árs."

Ársþing 2007: 5. grein hljóði svo:  Á milli ársþinga er æðsta vald í málefnum sambandsins í höndum stjórnar, sem skipuð er 5 mönnum og 2 varamönnum sem kosnir eru á ársþingi. Forseta skal kjósa sérstaklega. Varastjórn skal boðuð o.s.frv. ...

3. Sumarbridge: Rætt um svipað fyrirkomulag og síðasta sumar, keppnisstjórn í höndum Sveins, Björgvins  Más og Guðna Sigurðssonar ef þeir fást til þess.  Athuga að færa skjá að kaffistofu þar mætti fylgjast með Evrópumóti og uppákomum í knattspyrnuheiminum. Sumarspilarar missa þá ekki af heimsviðburðum.

4. Önnur mál:  Sveinn sagði að gerð og plöstun borðmiða væri í vinnslu fyrir næstu mót. (Prentmet).

Sveinn sagði  að Champions Cup (10 efstu á Evrópumóti) yrði færður til miðs nóvembers vegna áreksturs við heimsmeistaramóts.

Fundur NBU sem sagður var að yrði í Ostende er ekki enn frágenginn.

Jörundur gerði athugasemd við keppnisgjald fyrir tvímenning. Ólöf sagði að engin hækkun hafi átt sér stað frá fyrra ári.

Ólöf: Á næsta ári eru liðin 20 ár frá heimsmeistaratitli, upplagt að minnast þess atburðar með einhverjum hætti, hugsanlega í tengslum við Bridgehátíð. Uppákoma í Ráðhúsi kæmi til greina.

Fundi sliti kl 18.45. Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 1. apríl kl 16.30

Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar