Stjórnarfundur 3.des. 2009

föstudagur, 15. janúar 2010

2. Stjórnarfundur BSÍ fimmtudaginn 3. des. 2009 kl 16.30
Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Guðný Guðjónsdóttir boðaði forföll 1. Skýrsla forseta og framkvæmdastjóra.

Framkvæmdir í stigagangi. Jón dúkari er búinn að þrífa efsta stigapall og gera við skemmdir þar. Nokkrar umræður urðu um þrif á stigagangi og húsnæði BSÍ. Samþykkt að framkvæmdastjóri sæi til þess að spilasalir væru vélhreinsaðir einu sinni í viku, reyna að semja við Sólveigu um þrif á salernum. Einnig að athuga samning um reglulega hreinsun á mottum á stigagangi og láta hreinsa stigagang tvisvar í viku að sjálfsögðu í samráði við húsfélagið að Síðumúla 37.

Hvorki er búið að panta gistingu í Ostende né heldur flug.
Framkvæmdastjóri sjái um það í samráði við forseta og gjaldkera.

Keppnisstjóranámskeið á Ítalíu.
Vigfús mun fara á keppnisstjóranámskeið (8th EBL Tournament Directors Course, Sanremo, Italy • 1-5 February 2010 )

strax að lokinni Bridgehátíð. Almennur vilji er fyrir því að Sveinn Rúnar fari einnig enda sé það forsenda fyrir því að halda námskeið fyrir nýja og gamla keppnisstjóra hér.

2. Frestað var að ljúka nefndaskipan

3. Formenn nefnda greina frá fundum eða starfsemi nefnda. Hlutverk nefnda, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.

Mótanefnd: Jörundur. Breyta þarf dagsetningu á kjördæmamóti vegna sveitarstjórnarkosninga - ný dagsetning verður líklega helgin 15.-16.maí 2010.

Fræðslu og nýliðanefnd: Kristinn er að vinna í að finna samstarfsfólk í þessa nefnd. Rætt var um þörf á að ráða mann í hlutastarf til að að koma af stað kennslu í framhaldskólum á næstu önn. Ef hægt er að smala í nægilega stóra hópa þá greiðir skólinn kennsluna

Ný landsliðsnefnd um kvennaflokk og opinn flokk: Kristinn Kristinsson, Ragnari Hermannsson og Gunnlaugur Karlsson. Haldinn var fundur í nefndinni fimmtudaginn 26. nóv kl 17. Auk nefndarmanna mættu þar Jörundur og Sveinn. Samþykkt var að auglýsa eftir pörum Stjórn Bridgesambandi Íslands hefur skipað landsliðsnefnd BSÍ sem mun sjá um þjálfun og val á pörum í opnum flokki og kvennaflokki: Kristinn Kristinsson, Gunnlaugur Karlsson og Ragnar Hermannsson Nýskipuð Landsliðsnefnd BSÍ 2009-2010 hefur ákveðið að óska eftir umsóknum frá pörum til að mynda 6-8 para Landsliðshóp í Opnum flokki og Kvennaflokki. Þetta er ekki hópur sem er myndaður til skamms tíma heldur er framtíðarsýn Landsliðsnefndar að vera ávallt með 6-8 pör í Landsliðshóp hverju sinni.

Óskar er eftir pörum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

v Hafa áhuga og metnað til að spila fyrir Íslands hönd á bridgemótum.

v Geti æft/unnið/spilað reglulega sem par. Innifalið í því getur verið:

Ø Fyrirlestur

Ø Æfingar í húsnæði BSÍ eða á öðrum fyrirfram ákveðnum stað.

Ø Spilamennska í húsnæði BSÍ eða á öðrum fyrirfram ákveðnum stað.

Ø Æfingar á netinu

Ø Spilamennska á netinu

v Krafist er 100% mætingar og 100% skil á verkefnum.

Næstu verkefni landsliða Íslands fara fram sumarið 2010 svo að þau pör sem sækja um verða að vera reiðubúin að taka þátt í verkefnum og vinnu fram að þeim.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á www.bridge.is/landslidsnefnd. Einnig er hægt að fá eyðublöð á skrifstofu BSÍ. Tekið er við umsóknum í tölvupósti til bridge@bridge.is eða í lokuðu umslagi sem skilast til skrifstofu BSÍ á opnunartíma skrifstofu.
Umsóknarfrestur rennur út 12. desember kl. 17:00 Ábending til landsliðsnefndar um að huga að umgengni á æfingum

Bridgehátíðarnefnd: Sveinn greindi frá samstarfi við Norðmenn Svía og Dani. Reynt er þar að tímasetja Bridgehátíð þannig að ekki komi til árekstra við mót hjá þeim og öfugt. Samstarf um auglýsingaborða á heimasíðum. Von er á David Stevenson á sem verður með fræðslu um helstu breytingar á keppnislögunum á þriðjudag fyrir bridgehátíð. Kæmi einnig að áfrýjunarnefnd mótsins. Mjög gott samstarf hefur tekist við Hótelið (Icelandair Hotel) - þeir eru mjög ánægðir með að mótið fari fram í janúar og vilja gjarnan að þeirra nafn tengist bridgeíþróttinni. Stefnt að því að hafa spilamennsku í BR og miðvikudagsklúbbi á hótelinu og stækka þannig hátíðina.

Stefnt að því að skipuleggja Bridgehátíð 3-4 ár fram í tímann. Helst síðustu viku í janúar og helst þannig að mótið renni ekki inn í febrúar. Næstu 4 ár: þriðjudagur - sunnudagur:
2010: 26.-31.jan
2011: 25.-30.jan
2012: 24.-29.jan 
2013: 22.-27. jan
4. Fjárhagsáætlun: ekki rædd Önnur mál:
Ungmennabúðir og norrænt meistaramót ungmenna verður í Karlstad, Svíþjóð dagana 31.mars til 4. apríl 2010. Ferðakostnaður er niðurgreiddur fyrir íslenska þátttakendur (styrkur frá EBL og NBU) Íslandsmót fyrir spilara sem eru 67 ára og eldri. Sveinn taldi að mikilvægt að koma slíku móti á. Þar yrði spilað í tvo daga, tvímenning fyrri dag og sveitakeppni seinni dag. Lág keppnisgjöld. Léttleiki yfir móti - spilamennska má ekki vera of krefjandi.

Fréttablað: Sveinn taldi að fréttablað gæti skapað meira umtal. Í hverju blaði væri viðtal við fulltrúa eins klúbbs. Einnig væru helstu fréttir af úrslitum móta og frá klúbbum.

Peningaöflun: Rætt var um söfnun auglýsinga, hvort og hve bæri að greiða fyrir slíka vinnu. Einnig um árangurstengja auglýsingar, þ.e. að ef landsliðið stendur sig vel að þá verði meira greitt fyrir auglýsinguna. Einnig rætt um verð auglýsingaskilta á Síðumúla 37.

Samstarf við bridgeklúbb í Austurríki. Sveinn greindi frá viðræðum sínum við austurríska forsvarsmenn bridgeklúbbs um samstarf við Miðvikudagsklúbbinn um samtengingu móta.

Fundi slitið

Næsti fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 7. janúar Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar