Stjórnarfundur 11.feb. 2010

föstudagur, 15. janúar 2010

4. Stjórnarfundur BSÍ fimmtudaginn 11. feb. 2010 kl 16.30

 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, ,  Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Kristinn Kristinsson boðaði forföll.

  • 1. Skýrsla framkvæmdastjóra: Búið er fara yfir bókhaldið yfir Bridgehátíð, ekki er búið að fá allar tölur en allt bendir til að hún standi nokkurn veginn undir sér. Talin þörf á að kanna hvort hægt sé að eignast öfluga færanlega ljósritunarvél. Einnig greindi framkvæmdastjóri frá því að Sólveig G. Kristjánsdóttir sem hefur séð um ræstingar ætlar að hætta. Stjórn BSÍ vill þakka henni góð störf og óskar henni velfarnaðar. Enn er ekki búið að hreinsa og bóna stigagang. Viðgerðum á dúk er ekki lokið. Garðar og framkvæmdastjóri ræddu við Svíþjóðarfara (lið ungmenna) og settu ungmennin fram metnaðarfulla æfingaráætlun. Einnig munu þau skila skýrslu að afloknu móti. Jörundur hafði sótt um styrk til Íþróttasjóðs vegna þýðingar og útgáfu á lögunum um keppnisbridge. Styrkumsókn var hafnað án útskýringa. Fundur sem verða átti í Rottneros í Svíþjóð hjá Nordisk Union fellur niður. Honum verður frestað fram í júní og verður í Oostende á meðan á Evrópumótinu stendur

  • 2. Skýrsla Bridgehátíðarnefndar Mjög gott samstarf hefur tekist við stjórnendur Hótels Loftleiða. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga á því að tengjast bridge á Íslandi og vilja veg Bridgehátíðar sem stærstan. Vonir standa til að lengja hátíðina, það var m.a. gert með því að BR og Miðvikudagsklúbburinn færðu spilamennsku sína yfir á hótelið. Vonandi má bæta einhverju við á næsta ári. Iceland Express styður einnig dyggilega við mótshaldið.

STARWARS   Stjörnustríðskeppnin hófst með móttöku í veitingasal Loftleiða, þar pör dregin saman til að mynda sveitir.  Dregið var um sterk erlend pör eða íslensk upprennandi landsliðspör til handa pörunum sem fjármögnuðu hverja sveit. Kepnnin fór síðan fram í hefðbundnum keppnissal 9 umferðir 3 spil milli para. Sponsor parið sat í AV en hitt var í NS

Miðvikudagsklúbburinn hélt spilakvöld sitt í hinum enda salarins

34 pör. Fjöldi spila: 27. Mitshell Keppnisform Butler útreikningur. -

Mótsstjóri Ólöf Þorsteinssdóttir, Reiknimeistari Tomas Brenning. Keppnisstjórar: Björgvin Már Sigurðsson og Vigfús Pálsson, Starfsmenn við BBO Jóhann Sigurðsson, , spiladreifing: Helgi Helgason

Efstu sveitir í STARWARS   H.H.smíði 81,  Málning  45, Þrír Frakkar  44, SFG   40, VÍS  37, Logoflex 26, H.F. Verðbréf   18

Efstu 3 pör í STARWARS  

57  Þröstur Ingimarsson - Júlíus Sigurjónsson H.H.smíði  

46  Hjálmtýr Baldursson - Baldvin Valdimarsson           Málning    

44  Steinberg Ríkarðsson - Guðmundur Baldursson          Logoflex   

Efsta par í Miðvikudagsklúbbi

Kristinn Kristinsson - Sigurður Steingrímsson

Pairs Tournament  - Tvímenningur Bridgehátíðar

Bridgehátíðin var síðan sett í upphafi tvímenningsins en það gerði Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, með skemmtilegri innsetningarræðu og að lokum meldaði hann fyrstu sögnina fyrir Jón Baldursson, sem var pass Margir erlendir spilarar tóku þátt í mótinu en eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan hafa oft verið fleiri frá Bandaríkjunum. Til stendur að bæta úr því á næsta ári auk þess sem gera má ráð fyrir að dönsk pör geti komið næst enda aukið samráð við Norðurlöndin um tímasetningar móta.

Argentína        2          spilarar

England          6          spilarar

Frakkland       2          spilarar

Þýskaland       4          spilarar

Lettland           2          spilarar

Noregur          17        spilarar

Svíþjóð            23        spilarar

USA                1          spilarar

Wales              2         

                        59       

121 par. Fjöldi spila: 92. Monrad 23umferðir 4 spil á milli -

Starfsfólk mótsins

Mótsstjóri Ólöf Þorsteinssdóttir, Reiknimeistari Tomas Brenning. Keppnisstjórar: Björgvin Már Sigurðsson og Vigfús Pálsson. Starfsmenn við BBO: Hrafnhildur Matthíasdóttir, Margrét Jakobsdóttir og Guðni Sigurðsson. Spiladreifing: Arnar Guðmundsson, Baldvin Vigfússon, Erla Kristjánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Helgi Helgason, Sara Björgvinsdóttir. Þessir starfsmenn eiga mikið lof skilið fyrir góða framkvæmd. Í Bridgehátíðarnefnd voru Sveinn R. Eiríksson, Gunnlaugur Karlsson og Kristján Blöndal

Mjög mikil aðsókn var á vefina bridge.is (2000 heimsóknir) og á Bridgehátíð BBO (15.800)

Fjölmiðlanefnd benti á að mjög mikilvægt væri að allt skipulag mótsins lægi mjög snemma fyrir til að auðvelda kynningu á mótinu og fréttaflutning. Núna fylgdust allir með handboltanum þannig að erfitt var að koma kynningu á bridge í fjölmiðla. Rætt var um að taka þarf saman sögu Bridgehátíðar en hún hófst 1982.

Úrslit í tvímenningi

1          Peter Fredin - Gary Gottlieb  772,4

2          Júlíus Sigurjónsson - Þröstur Ingimarsson    677,5

3          Johan Upmark - Frederic Wrang      617,9

Sveitakeppnin:Spilaðar eru 10 umferðir með 10 spil á milli. Fjöldi sveita 73 Efstu tvær sveitir: 1 Iceland Express            191      Peter Bertheau, Arvid Wikner, P-G Eliasson, Thomas Magnusson

2          Karl Sigurhjartarson   190      Úlfur Árnason,            David Probert,            Sævar Þorbjörnsson, Karl Sigurhjartarson

  • 3. Skýrslur nefnda

Mótanefnd: Jörundur og Ragnheiður: Mótaskrá næsta árs er í mótun. Tímasetning úrslita Íslandsmótsins  í sveitakeppni vefst fyrir nefndarmönnum. Hingað til hefur sumardagurinn fyrsti verið nýttur en næst lendir hann í dymbilvikunni.

Fyrirspurn er um notkun skrína á Íslandsmóti kvenna.

Fræðslumál.  Guðný ætlar að taka að sér að kynna bridge í sumar fyrir vinnuskólann.

Reynt var að koma á kennslu í FÁ án árangurs. Gunnar Björn og Guðmundur Snorra eru tilbúnir í skólaátak í haust. Þorvaldur Pálmason hefur opnað aftur netkennsluvefinn sem notaður var í fræðsluátaki í Borgarfirði. Ýmsu viðbótarefni hefur verið bætt við. netskoli.is/bridge

Landsliðsnefnd:  Vinna á fullu, 8 pör í opnum flokki og 12 pör í kvennaflokki. Mikill áhugi og öllum steinum velt. Bridsarar ganga í endurnýjun.

  • 4. Önnur mál:

  • a) Þórður Ingólfsson óskaði eftir stuðningi við fræðslumál á Vesturlandi. Vísað til framkvæmkvæmdastjóra

  • b) Keppnisstjóranámskeið Evrópusambandsins í bridge 2010

Vigfús Pálsson og Sveinn Rúnar Eiríksson voru á keppnisstjóranámskeiði  hjá Evrópusambandinu í bridge dagana  1. -  5. febrúar.  Þarna voru staddir 100 af bestu keppnisstjórum í Evrópu og voru 86 látnir þreyta próf til að fá gráðu til að geta stjórnað á Evrópu og/eða Heimsmeistaramótum. Sveinn Rúnar náði að skella sér í topp 10 með góðu lokaprófi og fær núna gráðuna: "NBO International  TD" hjá Evrópusambandinu sem gefur honum áðurnefnd réttindi. Vigfús endaði um miðju þátttakenda og kemur heim reynslunni ríkari og betur í stakk búinn til að bæði miðla af reynslu sinni og stjórna bridgemótum á Íslandi.

  • c) Einnig rætt um erlendar bridgebækur bæði sem verðlaun og til að hafa í sölu. Kennslubækur?

  • d) Ein ábending barst til stjórnar um skráningu sveita á Bridgehátíð. Vísað til Bridgehátíðarnefndar til athugunar.

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 5.mars.

Jörundur Þórðarson

Stjórnarfundur 11.feb. 2010

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar