3. Stjórnarfundur 7. jan. 2010

föstudagur, 15. janúar 2010

Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson,  Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.

1. Skýrsla forseta og framkvæmdastjóra.

3. Íslandsmótið í sagnakeppni  var haldið föstudagskvöldið 11. desember 2009. Mótið er að festa sig í sessi, öll umgjörð mótsins einnig fastmótaðri. Fyrst var mótið haldið haustið 2006 og þá sigruðu Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson, margreynd landsliðspör.  Anton Haraldsson sá um framkvæmd keppninnar þá, 33 spil melduð á 90 mínútum. Haustið 2008 var þráðurinn tekinn upp aftur með þátttöku aðeins fjögurra para og urðu þá sigurvegarar  Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson með 194 stig eftir að hafa meldað 30 spil á 90 mínútum.  Í ár var áfram miðað sama spilafjölda og var þátttakan nú orðin 9 pör og nú byrjuðu allir á sama tíma. Eftir mikl átök við að halda sér innan knapps tímaramma og mikla einbeitingu urðu nýjir Íslandsmeistarar  Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson  með 183 stig

2.  Gunnlaugur Sævarsson og Runólfur Jónsson  175

3.  Hlynur Garðarsson - Kjartan Ásmundsson  168

Umsjón með mótinu var í höndum mótanefndar og voru Ragnheiður Nielsen og Jörundur Þórðarson keppnisstjórar. BSÍ óskar nýjum Íslandsmeisturum til hamingju!

Íslandsmótið í Bötler tvímenningi fór fram laugardaginn 12. des

Sveinn R. Eiríksson og Ómar Olgeirsson eru Íslandsmeistarar í Butlertvímenning 2009
Spilaðar voru 11 umferðir með 5 spilum milli para. 24 pör tóku þátt að þessu sinni 
Útreikningur:  Reiknuð er meðalskor í spili . Mismunur á skori pars og meðalskori er umreiknað í impa.  Keppnisstjóri  var hinn eini sanni Vigfús Pálsson
Lokastaðan:
 1       60,0    Ómar Olgeirsson - Sveinn R Eiríksson           
 2       55,0   Ásgeir Ásbjörnsson - Hrólfur Hjaltason         
 3       55,0   Guðmundur Pétursson - Ragnar Hermannsson       
 4       52,0    Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson      
Við óskum þeim Sveini og Ómari til hamingju með titilinn og þökkum öllum keppendum
fyrir þáttökuna í mótinu

2.  Formenn nefnda greina frá fundum eða starfsemi nefnda. Hlutverk nefnda, stjórnarmanna  og framkvæmdastjóra.

Mótanefnd: Jörundur og Ragnheiður: Greindu frá athugasemdum sem komið hafa fram um keppnisfyrirkomulag í undangengnum mótum. Almenn ánægja virðist vera með að allir keppi við alla ef hægt er að koma því við með góðu móti. Undirbúin var sagnkeppni sem tókst býsna vel og nú var í fyrsta skipti tilbúin reglugerð fyrir mótið. Meðal annars áttu að vera verðlaun fyrir efsta stigalága parið sem er nýlunda. Því miður var það ekki auglýst og ekkert par uppfyllti þau ákvæði.

Á döfinni er að endurskoða reglugerðir í kvennamóti, eldri spilara móti

Dagsetning á kjördæmamótinu sem verður á Suðurlandi hefur verið breytt vegna sveitastjórnarkosninga og verður helgina 8.-9. maí 2009.

Svæðamótin í sveitakeppni ekki öll klár, keppa verður alls staðar um réttinn, annars fellur réttur sambands til að senda sveit niður

Svæðamótin í tvímenningi hafa heldur ekki komið fram á öllum svæðum. Spurning hvort úrelt sé að halda meistaramót í einstökum kjördæmum, þurfi að stækka svæðin?

Fræðslu og nýliðanefnd: Kristinn treystir sér ekki til að sjá um þessa nefnd, þannig að störf þessarar nefndar er í uppnámi. Okkur vantar að fá mann í það verkefni til að sjá um að kennsla sé í boði í framhaldsskólunum sem allir hafa hafið störf. Spurning hvort framkvæmdastjóri BSÍ geti komi að þessu máli með einhverjum hætti.

Sveinn: Bridgehátíðarnefnd, tímasetnig mótsins næstu 3 ár til að, samstarf við fjölmiðla og Iceland Express, samstarf við Norðurlönd um auglýsingar á heimasíðum og tímasetningu móts, fræðslustarf um lögin og keppnisstjórn á þriðjudagskvöldi,  BR og miðvikudagsklúbbur spili eitt kvöld á Bridgehátíðarsvæði.

Kristinn: Landsliðsnefnd: (Ragnari Hermannssyni, Gunnlaugi Karls og Þorsteinn Berg) Nokkrir fundir hafa verið haldnir í nefndinni og verið að reyna móta starfið framundan. Það er ljóst að mikil vinna verður að halda utan um þessi mál enda 15-20 pör sem verið er að skoða, þjálfa og leiðbeina. Líklegt að fækkað verði í mars. Aftur fjölgað í september á nýju starfsári.

Rætt um fjárþörf og verður reynt að gæta aðhalds. Samþykkt að veita fé til verksins.

Rætt um fjáröflun vegna landsliðs.

8 eða 9 pör sækjast eftir að komast í landsliðshóp í opnum flokki og svipaður fjöldi í kvennaflokki. Nefndin leggur til að stefnt verði að þátttöku á EM í opnum flokki en landslið í kvenniflokki taki þátt í 2 öðrum mótum að stuðla þannig að meiri stöðugleika. Nokkur umræða varð um þessi mál og sýndist sitt hverjum. Samt er ekki hægt að neita því að landslið í opnum flokki hefur náð mjög góðum árangri á síðustu mótum, verið í topp tíu í þrjú skipti í röð og lítið vantað á að komast áfram. Lögð áhersla á að byggja upp til framtíðar landsliðsæfingar verða nú fram á vor og hefjast aftur í haust, alltaf verði tilbúin 5 pör í báðum flokkum sem geta náð árangri og sýnt stöðugleika. Stefnt á að finna 1-2 mót fyrir kvennapörin, helst þar sem verð á gistingu og mótsgjöldum er stillt í meira hóf en reyndin er hjá EBL.

3.  Önnur mál:

Fjórir yngri spilarar (Fjölnir Jónsson, Grímur Freyr Kristinsson, Ingólfur Páll matthíasson, Jóhann Sigurðarson) hafa sótt um leyfi til að vera fulltrúar Íslands í Nordic Junior Pair Championship/Camp 2010 sem haldið verður um páskana í Karlstad í Svíþjóð. Samþykkt að Ólöf og Garðar taki að sér að ræða við piltana og ef þeir geta sýnt fram á metnaðarfulla æfingadagskrá fyrir mótið og gefi síðan skýrslu um gang mótsins og hvernig mótið gagnaðist þeim, þá verði samþykkt.  Áætlaður kostnaður miðað við hæstu styrkveitingu frá mótsaðilum (300 evrur) eru 40.000 krónur.

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 4.febrúar 2010 kl 16.30

Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar