Stjórnarfundur 24.júní 2009

fimmtudagur, 20. ágúst 2009

9. Stjórnarfundur BSÍ miðvikudaginn 24. júní 2009 kl 16.00 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Páll Þórsson boðaði forföll.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra. Kjördæmamótið fór fram á Eskifirði. Góður keppnisstjóri Sveinn Rúnar Eiríksson. 9 sveitir mættu til leiks en BSÍ treysti sér ekki til að fylla í yfirsetuna með auka liði eins og síðustu tvö skipti. Úrslit: 1 Reykjavík 685
2 Reykjanes 606 3 Suðurland 571 4 Vestfirðir 558 5 Norðurland Eystra 547 6 Austurland 499 7 Vesturland 496 8 Færeyjar 495 9 Norðurland Vestra 482 Ræða þarf hugsanlegar breytingar á kjördæmakeppni. Yfirseta ekki æskileg. Valkosti mætti ræða á spjallinu.
Mótaskráin er komin á netið - mótanefnd þakkar fyrir athugasemdir og hefur tekið tillit til þeirra.
3. Skýrsla um NM: Opinn flokkur: Norway 175,5; Denmark 163; Finland 161; Sweden 154; Iceland 150; Faroe Islands 91 Liðið okkar endaði með nákvæmlega 50% skor. Eftir ágæta byrjun var eins og úthaldið bilaði á laugardeginum en þá voru spilaðar 4 umferðir. Kvennaliðið sendi aðeins tvö pör. Á lengsta deginum bilaði úthaldið ofurlítið Norway 175 Finland 164 Sweden 164 Denmark 157 Iceland 131 Estonia 101 Jörundur Þórðarson var liðsstjóri og mætti einnig á NBU fund og gaf stjórn skýrslu um helstu atriði sem þar komu fram. Sjá meðfylgjandi skýrslu. Móttaka Finna var mjög til fyrirmyndar, þeir sáu um að ná í alla keppendur og flytja þá til og frá flugvelli, ferju eða lestarstöð. Auk þess var kostnaði við fæði og gistingu haldið í algjöru lágmarki. Undirritaður gleymdi tveimur hlutum á hótelherbergi og fékk þá senda án nokkurs kostnaðar. Olli A. Manni fráfarandi formaður finnska bridgesambandsins ber að þakka sérstaklega fyrir hans þátt í að gera allt sem þægilegast fyrir liðin.
3b. Fjöldi meðlima í bridgesambandinu. Leiðrétta þarf gagnvart bæði NM og EBL.
Taflan sýnir fjölda félagsmanna skv. skrá EBL
NBU 2008 2007 2005 2003 fólksfjöldi fulltrúafjöldi Danir 22240 22830 22970 24740 22591 5,515,287 4+1 Finnar 1795 1795 1826 1906 1946 5,337,460 2 Norge 9016 9908 10635 10636 11970 4,822,000 2+1 Sviar 19240 19323 18202 16530 14976 9,276,509 4+1 Iceland ??? 2846 991 1050 1070 319,326 2
Holland 86,886 89,427 16,517,532 6+1
Athygli vekur vaxandi fjöldi félagsmanna í Svíþjóð og hátt hlutfall félagsmanna í Hollandi. Atkvæði ríkja(NBO) í EBL eftir fjölda félagsmanna:
0 - 500 one - 501 - 2,500 two - 2,501 - 10,000 three - 10,001 - 25,000 four - 25,001 - 60,000 five - 60,001 or more six. Aukafulltrúi fæst ef ríki taka þátt í öllum mótum á vegum EBL.
Líklega er fjöldi félaga árið 2008 um það bil 1041, reiknað út frá félagsgjöldum 2007 og 2008.
Jörundur hefur tekið að sér aðstoða með tengsl við útlönd s.s. Norðurlönd - EBL - WBF 4. Breki sækir um styrk vegna Champions Cup. Samþykkt að veita þeim 400 þús.
5. Fasteignagjöld - staða fjármála - fjárhagsáætlun: Borgin felldi niður fasteignagjöld 2009 eftir góðan rökstuðning og aðstoð Guðlaugs Sveinssonar við umsókn. Þetta skiptir afar miklu máli fyrir BSÍ enda hafa fjármálin verið erfið, auk þess sem búast má við lækkandi opinberum styrkjum á næsta ári.
6. Sveinn Rúnar:
a) Bridgehátíð: Tilboð verði um afslátt til félagsmanna BSÍ, ef þeir bóka sig fyrir 1.des og greiða þátttöku fyrir 1.jan, samning við auglýsingadeild um kynningu, Iceland express verður styrktaraðili.
- b) Iceland Express - 30 leggi (1,2 millj) leggir í verðlaun - nafnabreytingar kosta ekki - Deildakeppni gefi ekki rétt til NM, frekar verði leggir á mót
kynningarstarf - verði á vegum IE
Icelandair hotels - í stað þess að styrkja BSÍ með því að úthluta okkur herbergjum sem við getum útdeilt, höfum við óskað eftir að þeir lækki frekar verð á salarleigu Hótel Vík verður með gistitilboð fyrir bridgespilara vegna Íslandsmóta. Mikilvægt til að stuðla að aukinni þátttöku spilara utan af landi.
7. Þýðing á keppnislögunum í bridge: Jörundur og Vigfús Pálsson hafa staðið í ströngu við að þýða keppnislögin í bridge, miklar breytingar hafa orðið á lögunum síðan síðasta útgáfa kom út. Prófarkalestur er eftir og einnig stendur til að setja þau á netið og lta prenta þau í einhverju magni. - sækja um styrk vegna þess til Menntamálaráðuneytis - styrkja Vigfús til farar til að hann geti sótt námskeið í keppnisstjórn, við greiðum honum 2 flugleggi en hann sæki um til BR um styrk vegna dvalarkostnaðar.
8. BridgeMate - Magic Contest: er í skoðun - SRE fer til Hollands, getur samið til 5 ára um kaup á BridgeMate.
9. Dráttur í 3. umferð bikarkeppni fór fram í lok fundar og verður birtur á mánudag.
10. Rætt um Ólympíumótið, greiða þarf dagpeninga og ganga frá lausum endum Önnur mál: Sala á sagnboxum, bókum og öðrum hlutum er í gegnum sjoppu. - nálar prenta út lista yfir stig félaga. Ýta við formönnum félaga að senda inn stig til BSÍ.
Garðar nýtti tækifærið og greindi frá Sumarbridge á Suðurnesjum á Ránni Hafnargötu, á þriðjudögum Landsliðsmál rædd: Rætt um að nauðsynlegt sé að val liggi sem fyrst fyrir eða aðferðafræðin við að velja í liðin. Stungið upp á því að skipa 3gja manna landsliðsnefnd um hvert lið, einn í hverri nefnd verði með fjáröflun. Verkefnin framundan eru 50. Evrópumótið í Ostend í Belgíu 18 June - 2 July 2010.
Annað verkefni er heimsmeistaramótið 2010 World Bridge Series, Philadelphia, PA, USA,1-16 October 2010, til greina kemur að tengja flugleggi við það mót í tengslum við deildakeppni Unglingamót - kampur í Svíþjóð um páska 3 lið???

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar