16.febrúar

mánudagur, 2. mars 2009

5. Stjórnarfundur BSÍ mánudaginn 16. febrúar 2009 kl 16.30 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Páll Þórsson boðaði forföll.

Dagskrá fundar:

Bridgehátíð gekk framar vonum,þrátt fyrir að missa Icelandair sem styrktaraðila tókst með ýtrasta aðhaldi og sparnaði að koma í veg fyrir að tap yrði á hátíðinni. Bridgehátíðarnefnd á miklar þakkir skildar fyrir mikla og góða undirbúningsvinnu. Sjaldan hafa verið fleiri erlendir spilarar sennilega 70 alls. Allir starfsmenn, lögðust á eitt og stóðu sig afar vel. Brenning stýrði tölvum, Björgvin Már og Vigfús sáu um keppnisstjórn, Jóhann Sigurðsson sáu um BBO með tvímenninginn. Hrafnhildur Matthíasdóttir og Margrét Jakobsdóttir bættust í BBO-hópinn í sveitakeppninni. Örugg spiladreifing var í höndum unga fólksins: Arnar Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Baldvin Vigfússon, Helgi Helgason og Sara Björgvinsdóttir. Fórst þeim þetta vel. Allt undir styrkri stjórn Ólafar framkvæmdastjóra. Slit mótsins í góðum höndum Sveins Rúnars. Þess má geta að mikið áhorf var á BBO, talið var að um 25 þúsund ólíkar tölvur (IP-tölur) hefðu tengt sig við mótið. Þetta sýnir að mótið getur verið góður vettfangur fyrir auglýsingar tengdar ferðaþjónustu.

Í Bridgehátíðarnefnd eru Gunnlaugur Karlsson, Kristján Blöndal, Sveinn Rúnar Eiríksson og Jón Baldursson. Jón hættir nú í nefndinni og vill stjórn BSÍ færa honum sérstakar þakkir fyrir frábært starf fyrir Bridgesambandið. Sömuleiðis hinum þremur fyrir frábæra vinnu og óeigingirni. Nefndin hefur þegar hafið undirbúning fyrir næstu hátíð.

Þrjú mót voru haldin í tengslum við Bridgehátíð:

1. Stjörnustríð - STAR WARS 28. janúar 2009 Í mótið voru skráð 20 stjörnupör og 20 almenn pör. Áður en mótið hófst voru sveitir myndaðar með útdrætti, í hverri sveit var þá eitt stjörnupar og eitt almennt par. Keppnin var tvíþætt, annars vegar sveitakeppni og hins vegar innbyrðis impa-keppni milli allra para. Eftir 9 umferðir með 3 spil milli sveita urðu úrslit í sveitakeppninni sem hér segir:

1. sæti. Sparisjóðabanki Íslands 48 (Martin Schifko - Peter Fredin og Agnar Hansson - Ólafur Jónsson), 2. sæti. Málning hf 42 (Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson og Jón baldursson og Þorlákur Jónsson), 3.-4. sæti. Iceland Express 40 Ómar Olgeirsson - Matthías P Imsland og Björn Eysteinsson - Ljósbrá Baldursdóttir) 3.-4. sæti. Þórarinn 40 (Ragnar Magnússon - Stefán Jónsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Þórarinn Sigþórsson) Úrslit í parakeppninni:

Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 50
Ragnar Magnússon - Stefán Jónsson 36
Martin Schifko - Peter Fredin 33
Ómar Olgeirsson - Matthías P Imsland 26
David Kendrick - Victor Milman 20
Beatrix Kuzselka - Michael Pauly 20
Agnar Hansson - Ólafur Jónsson 15
Björn Eysteinsson - Ljósbrá Baldursdóttir 14 2.
Tvímenningur Bridgehátíðar Keppt var fimmtudag og föstudag, 114 pör voru í tvímenningnum var. Þar af 28 erlend pör. Spiluð voru 23 umferðir, 4 spil milli para skv. Monrad sniði. Verðlaun voru fyrir efstu 12 sætin.

Úrslit:
1 58,8 Curtis Cheek - Joe Grue USA
2 58,1 Guðmundur Hermannsson - Björn Eysteinsson
3 56,2 Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson
4 55,9 Hjördís Eyþórsdóttir - Lynn Deas USA
5 55,5 Shireen Mohandes - Andy Bowles England
6 55,3 Tore Bardsen - Öyvind Haga Norway
7 55,1 Martin Schifko - Peter Fredin Aut/Swe
8 55,0 Jan Petter Svendsen - Erik Sælensminde (heimsm. 2007) Noregi
9 54,8 Páll Valdimarsson - Friðjón Þórhallsson
10 54,3 Jan Olav Röseng - Dag Tore Röseng Norway
11 54,2 Guðmundur Sveinsson - Sigurður Vilhjálmsson
12 54,0 Björn Inge Hanssen - Sverre Jakobsen Norway

2. Sveitakeppnin.

Í sveitakeppninni voru 70 sveitir, spilaðir voru 10 leikir með 10 spilum hver.

1.sæti: Peter Fredin 205 (Peter Fredin vann Spingold 2000, Martin Shifko (AUT) vann Spingold 2002, Johan Upmark, Fredrik Wrang), 2.sæti: Catherine Seale 182 (ensk sveit, Catherine Seale, David Gold, Richard Bowdery, Simon Cope), 3.sæti: Svendsen 180 norska sveitin (Jan Petter Svendsen, Erik Sælensminde(hm), Rune Hauge og Tor Helness), 4.sæti: Janet de Botton 177, 5. Eykt 176, 6. Karl Sigurhjartarson 168, 7. Björn Friðriksson 167, Verðlaunaafhending fór síðan fram í Blómasal og sá Sveinn Rúnar um hana og sleit hann að lokum mótinu.

Framkvæmdastjóri greindi síðan frá fjármálum. Enn er verið að vinna í að fá fasteignagjöld lækkuð. Lækkun hefur fengist á tryggingum sem eru hjá TM. Henni var falið að kanna frekar gjöld vegna öryggisgæslu og skoða einnig gjöld vegna nettengingu, síma og spjalls, hýsingu heimasíðu (Outcome) ath Ponschi.

Sveinn: Magic Contest - Bridgemate - Brenning.

Sveinn greindi frá samningstilboði frá Brenning vegna Magic Contest hugbúnaðar sem notaður er til útreiknings móta. Innifalin verði leyfi til 15 bridgefélaga um afnot af hugbúnaðinum, einnig verði veitt uppfærsluþjónusta og nokkur aðstoð. Ákveðið að ganga til samninga við Brenning.

Jörundur: Greindi frá tímasetningum varðandi undanúrslitin í sveitakeppni sem fram fara 27.-29. Mars. Ákveðið að mótið hefjist með fyrirliðafundi kl 17 á föstudegi og spilaðir verði 2 leikir á föstudag, 4 leikir á laugardegi og 3 leikir á sunnudegi. Spilaðir verði 16 spil í hverjum leik. Á sunnudegi byrji spilamennska kl 10 og ljúki kl 17.

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður 21.-22. febrúar.

Fjórar efstu sveitir ávinna sér rétt til að spila um að vera fulltrúar Íslands í næsta Norðurlandamóti. - Ólöf auglýsir úrslitakeppni 2 vikum seinna eða helgina 14.-15. mars. Spiluð verða3x32spil. Íslandsmeistarar kvenna taka með sér 12 stig í úrslitakeppnina, næsta sveit 8 stig og 3. Sveitin fær með sér4 stig.

ísl.tvím. - 7.-8. mars vantar húsnæði,

páskamót -

Sumarbridge

Önnur mál

Ekki vannst tími til að ljúka dagskrá, fundur verður boðaður innan 3gja vikna með dagskrá.

Jörundur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar