4.desember

þriðjudagur, 9. desember 2008

3. fundur nýrrar stjórnar BSÍ haldinn fimmtud. 4. des. 2008 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Páll Þórsson boðaði forföll með bréfi:

Frá varaformanni:

Páll greindi frá starfi mótanefndar sem hittist daginn áður til að undirbúa Íslandsmótið í sagnkeppni. Þá var einnig unnið við að leggja lokahönd á mótaskrá, en enn vantaði upplýsingar frá félögum.

Staðan á yngri spilara málunum er sú að Jóhann-Gabríel og Grímur-Guðjón hafa verið valdir af okkur Ómari sem pör í u-25 liðið.

Verið er að vinna í U-20 ára Stefnt er að því að á næstu dögum verði gengið formlega frá vali liðanna og svo hefjast æfingar af krafti í janúar.

Að lokum vil ég leggja til að hið flotta framlag Ísaks (þýddi bridsbók Ron Klinger yfir á íslensku) verði veitt í verðlaun í sagnkeppninni og Íslandsmótinu í bötler líka.

Eins ræddum við framkvæmd svæðamóta og teljum sjálfsagt fyrir félögin að halda áfram með þau enda sum svæðasambönd búin að auglýsa tvímenninginn. Svæðamótin hafa jú fyrst og fremst verið mót sem á mörgum stöðum hafa fengið ágætis þátttöku en fólk auðvitað í allt of litlum mæli skilað sér í úrslitin. Við gerum okkur grein fyrir því að þótt tillagan hafi verið samþykkt á ársþinginu þá sé sanngjarnt að svæðamótin séu haldin og silfurstig í boði og svæðin hvött til að hafa verðlaun auk meistaratitla en tvímenningurinn er og verður opinn og skal spilaður 7.-8. mars.

(Sem sagt engin ákveðin sæti sem gefa formlegan rétt eins og áður Íslandsmótið er jú opið.) Nokkur umræða varð um þennan lið, bæði hvað varðaði keppnisstað og einnig hvað varðaði keppnisrétt úr svæðamótum. Mjög spennandi gæti verið að fá inni í Grand Hótel enda geysigóð aðstaða fyrir framkvæmd mótsins, mótið gæti verið án alls pappírs, (umhverfisvænt) öllu yrði varpað upp á skerma.

Skýrsla framkvæmdastjóra og ritara:

Frá síðasta fundi hafa verið haldin eftirfarandi mót.

Íslandsmót Eldri spilara 1. nóv 2008

Spilarar þurfa að vera orðnir 50 ára + eða samanlagt 110 ára.

Spilagjald er kr. 2.500.- pr.mann. Keppnisstjóri Sveinn Rúnar Eiríksson.

Í fyrra voru 15 pör eldri spilara og 2 pör yngri spilara. Núna voru 18 pör.

Arnar Geir Hinriksson og Björn Theodórsson eru Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2008. Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson enduðu í 2. sæti jafnir Friðþjófi Einarssyni og Guðbrandi Sigurbergssyni. Guðlaugur og Magnús unnu innbyrðis viðureign og teljast í 2. sæti.

Innan stjórnar BSÍ fór fram nokkur umræða um hvort breyta ætti skilyrðum fyrir þátttöku í mótinu. Í Evrópu er verið að breyta, í ár verða spilarar að vera 59+ og 60+ á næsta ári og framvegis, enda væri það í samræmi við það að vera félagi í Félagi Eldri Borgara. Annar möguleiki væri að taka upp keppni fyrir 65+ og líka 50+ (samanlagt a.m.k. 110) Madeira 2008 3. - 10. nóv.

Mikill fjöldi Íslendinga (a.m.k. íslenskir 34 spilarar) fóru með Sumarferðum til Madeira og taka þar þátt í alþjóðlegu bridgemóti. Góður árangur: Gunnlaugur Sævarsson - Runólfur Jónsson unnu tvímenningskeppnina og íslenska sveitin The red devils ( Ómar Olgeirsson, Július Sigurjónsson, Þröstur Ingimarsson og Hermann Lárusson) vann sveitakeppnia.

Eykt tók þátt í Evrópumóti bikarhafa í Amsterdam í Hollandi 6. - 9. nóvember en gekk ekki vel.

Seinni hluti Iceland express deildin. (15. - 16. nóv) Úrslit 1.deild: Eykt vann (Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson, Steinar Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson) 2. Grant Thornton Úrslit í 2. deild. Landmannahellir (Daníel Már Sigurðsson, Kristinn Þórisson, Ómar F. Ómarsson, Aron Þorfinnsson, Björgvin Már Kristinsson, Guðmundur Snorrason) 29. - 30. nóv Íslandsmót í parasveitakeppni: 14 sveitir, allir spila við alla, 8 spil á milli. Keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Sigurvegari: Ljósbrá: Ljósbrár Baldursdóttur, Sigurbjörn Haraldsson ( þau voru einnig langefst í Butlerútreikningi með 1.09), Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal.

Framkvæmdastjóri greindi einnig frá fjárhagsstöðu, Ragnheiður hefur rætt við viðskiptabankann og náð fram nokkurri lækkun yfirdráttarvaxta.

Enn hefur ekki tekist að innheimta styrki hjá 3 aðilum sem lofuðu að styrkja Kínaferð og mun Ólöf vera í sambandi við Björn Eysteinsson um það.

Þorsteinn, Ólöf og Guðný fóru til Laugarvatns til að kanna aðstæður fyrir að halda þar Norðurlandamót yngri spilara þar um páskana og leist þeim vel á. Samþykkt var að stefna á halda mótið þar. Páll hefur lofað að hafa samband við félögin á Norðurlöndin og kanna hug þeirra og kynna þeim um væntanlega framkvæmd. Hafa þarf í huga eftirfarandi: matráð, keppnisstjórn, spila við skerma?, BridgeBase, rútuferðir frá Keflavík/Reykjavík til Laugarvatns, rútuferð um umhverfið, búast má við 8 - 10 sveitum, tvöföld umferð? kostnaður, verðlagning.

Samþykkt að Ólöf, Ragnheiður og Guðný vinni að undirbúningi.

Styrkumsókn barst til BSÍ varðandi keppnisstjóranámskeið, BSÍ mælir með því að keppnisstjórar fái skólun hjá bridgesambandi Evrópu (EBU, Coventry, sept 2009) enda gagnlegast. BSÍ verður einnig að hafa fjárhagsstöðu BSÍ í huga.

Kanna þarf hug Eyktar varðandi komandi Norðurlandamót, þeir hafa unnið sér rétt.

Skýrsla forseta

Forseti greindi frá fundi sem hann átti með Vilhjálmi Vilhjálmssyni forseta borgarstjórnar, en Sveinn R Eiríksson og Guðlaugur Sveinsson tóku einnig þátt í þeim fundi. Rætt var Vilhjálm m.a. um húsnæðismál og aðstöðu fyrir bridge fyrir eldri borgara auk annarra atriða er varða rekstrarflöt sambandsins. Þar komu upp mál varðandi samnýtingu húsnæðis, samstarf um bridgekennslu fyrir atvinnulausa auk spilamennsku því tengdu. Þetta eru allt hlutir sem komast ekki í framkvæmd nema við komum sjálf með mótaðar tillögur um framkvæmd og skipulagningu. Borgarfulltrúinn bauðst til að koma tillögum okkar á framfæri til viðeigandi yfirvalda.

Í framhaldi af fundinum er framkvæmdastjóri að semja bænarskjal um niðurfellingu fasteignagjalda. Sveinn er að vinna að tillögum.

Forseti ræddi einnig um keppnisreglur sem eru orðnar úreltar, heimssambandið endurskoðar reglurnar á 10 ára fresti og gaf út nýjar reglur í ársbyrjun 2007. Sveinn sagði að Guðmundur Hermannsson hefði séð um síðasta bækling, en finnur ekki hann á tölvutæku formi. Nauðsynlegt er að gefa út nýja keppnisreglubók með þeim breytingum sem orðið hafa.

Í fundarlok var ákveðið að Ragnheiður tæki að sér að vera varagjaldkeri og Jörundur tæki að sér að vera vararitari Frá 2. fundi stjórnar. Stungið var upp á að 2 efstu pör í Íslandsmóti í tvímenning fengu styrk til að fara á erlent mót.

Jörundur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar