10.okt

miðvikudagur, 10. október 2007

8. Stjórnarfundur BSÍ

haldinn miðvikudaginn 10. okt. 2007 kl 17:30. Mættir voru: Guðmundur
Baldursson, Garðar Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir,
Loftur Þór Pétursson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ómar Olgeirsson, Stefanía
Sigurbjörnsdóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson. Kristján Blöndal boðaði
forföll.

Ísak Örn er nú hættur sem framkvæmdastjóri BSÍ og snýr sér að öðrum störfum.
Ólöf Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri og var hún
boðin velkomin.
Ársþing verður haldið sunnudag þann 21. okt. kl. 10.00. Framkvæmdastjóri
beðinn að hringja í formenn félaga og hvetja þá til að mæta á ársþingið.
Áheyrnarfulltrúar velkomnir.
Deildakeppni: Fyrri hluti hennar verður haldinn nú um helgina og ljóst að
þátttaka verður góð. Spilað verður í tveimur deildum og verða 8 lið í
1.deild en 16 sveitir í 2.deild. Spiluð verður tvöföld
umferð í efri deild en allir við alla í þeirri neðri.
Tímabært er orðið að endurnýja spilastokkana og er það í skoðun (2000
spilastokkar kosta ca. 400 þúsund krónur, strikamerki og vönduð spil)
Önnur mál: Matur verður til sölu fyrir þátttakendur í deildakeppni.
Guðmundur bar fram tillögu til nýrrar stjórnar um kaup á hentugra húsnæði.
Guðmundur þakkaði fyrir samstarfið en þetta var hans síðasti stjórnarfundur
og síðan sleit hann fundi.

Hrafnhildur