31. október 2005

mánudagur, 31. október 2005

Stjórnarfundur Bridgesambands Íslands

 

2. fundur stjórnar haldinn mánudaginn 31.okt. 2005 17.30-19.30. 

Mætt voru: Ísak Örn Sigurðsson, Guðmundur Baldursson, Halldóra Magnúsdóttir, Páll Þórsson, Svala Pálsdóttir, Kristján Blöndal, Hrafnhildur Skúladóttir og Ómar Olgeirsson.

 

Skýrsla forseta:

Forseti setti fund sagði að heimasíðan væri komin í gang. Fannst fá pör taka þátt í Íslandsmóti eldri og yngri spilara sem fram fór síðustu helgi (14 pör í eldri og 6 pör yngri spilara). Betur þyrfti að auglýsa mótin.

Ræddi um getraunir, stöðvuð var greiðsla frá Íslenskum Getraunum vegna þess að BSÍ var talið leppað af óskyldum aðila (Siglingafélagið Brokey) hann hefur þó góðar vonir um að fá þessa greiðslu (1,5 milljónir) núna.

Siglingafélagið Brokey vill ekki endurnýja samning sinn við BSÍ eftir áramót. Framkvæmdaráði er því falið að kanna hvort við getum gengið í ÍSÍ eða gera annað sem dugir.

 

Skýrsla framkvæmdastjóra:

Ný kaffikort eru komin í gagnið sem virka betur. Búið er að leigja salinn 2-3svar fyrir áramót.  Enn eru reikningar síðasta árs ófrágengnir. Skuld við danska bridgesambandið enn óuppgerð frá síðasta móti sem var í sumar og eru Danir að vonum óhressir með það.  

 

Kaffistofan:

Ung kona er hér til reynslu og er tilbúin að vera hér áfram á föstum launum. Framkvæmdaráði falið að semja við hana.

 

Bókhald BSÍ.

Stefanía Sigurbjörnsdóttir hefur boðist til að taka að sér bókhald BSÍ (jafnvel fyrra árs líka), ákveðið var að taka því.

 

Landsliðsmál

Guðmundur Baldursson ræddi við Björn Eysteinsson. Hann var tilbúinn að taka að sér þjálfun ef meiri peningar væru lagðir í þetta og þá til lengri tíma.

Kristján Blöndal benti á að ýmislegt mætti betur fara í sambandi við framkvæmd á mótum erlendis, þ.e.a.s. kostnað sem mótshaldarar setja upp. Athuga hvort ekki megi panta hótel og annað á netinu.

Mikið var rætt hvort meiri áherslu ætti að leggja á landslið í opnum flokki og unglingaflokki og minni áherslu á kvennalandslið og voru mjög skiptar skoðanir um þessi mál. 

Rædd var valaðferð á landsliði fyrir næsta Evrópumót haustið 2006.

Samþykkt að framkvæmdaráð og fundarmenn skoðuðu þessi mál betur fyrir næsta fund.

 

Bridshátíð

Forseti lagði fram samning sem Elín Bjarnadóttir hafði gert við Hótel Loftleiðir. Þar er gert ráð fyrir að mótið verði fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.  Stjórninni leist illa á þessa breytingu frá fyrri árum (mótin voru alltaf föstudag til mánudags) og Kristján Blöndal skipaður í Bridgehátíðarnefnd til að hafa áhrif á þetta.

 

Minningarsjóður Alfreðs Alfreðssonar (styrktarsjóður yngri spilara)

Páll Þórsson bauð sig fram til að afla fjár og stakk upp Gunnlaugi Karlssyni og Ómari Olgeirssyni sér til fulltingis í stjórn sjóðsins. Samþykkt.

 

Önnur mál

Gjaldkeri óskaði eftir skilgreiningu á hlutverki sínu.  (Svar halda utan um "veskið" ásamt Ísak)

Rætt um að styrkja ýmis lið sem standa sig vel og vilja fara á ýmis mót.

Mikið rætt um fjáröflun. PÞ stakk upp á að setja upp meistarastigamót á vordögum í þessu skyni.

Æskilegt að hengja upp mótaskrá í öllum félögum til að stuðla að aukinni þátttöku.

Fjölmiðlanefnd mun gefa út fréttabréf með úrslitum úr undangengnum mótum. Fréttabréfið yrði sent til bridgefélaga út um allt land.

Fundi slitið og næsti fundur boðaður mánudaginn 21.nóv kl 17.30.

 

Hrafnhildur Skúladóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar