25. maí 2004

þriðjudagur, 25. maí 2004

Stjórnarfundur 25. maí 2004

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Jóhann Stefánsson, Helgi bogason, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Una Árnadóttir. Guðmundur Ólafsson var fjarverandi.

1. Skýrsla forseta

Stefanía fór í frí og forsetinn leysti hana af á meðan og gafst því tækifæri að skoða starfsemina frá öðrum sjónarhóli, heyra í fólki og taka á móti erindum. Hann telur það m.a. hlutverk stjórnarinnar að styðja við bakið á félögunum. Hann sagði stórmót verða haldið á Akureyri í október vegna afmælis félagsins. Hann telur verðugt verkefni að skrá aldur félaga m.t.t. stórafmæla og tilefni til þess að halda upp á þau.
Nú fer að styttast í Evrópumótið og lokaundirbúningur hafinn. Kristján Blöndal tekur að sér fararstjórn fyrir hópinn. Það vantar ennþá skrifara fyrir fyrri vikuna.
Vel var staðið að kjördæmamótinu en það var erfitt að manna sveit frá Vesturlandi, sem er áhyggjuefni.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri og forseti funduðu með svæðaformönnum á kjördæmamótinu sem haldið var á Sauðárkróki. Þar bar á góma hvort það væri grundvöllur fyrir því að færa mótið fram á haustið. Ekki var mikill áhugi á því, en kom samt fram gagnrýni á hversu mótin eru þétt á þessum árstíma. Heimamönnum er þakkaður góður undirbúningur að mótinu og framkvæmd þess.
Landsmót verður haldið á Sauðárkróki í byrjun júlí og verður bridge meðal keppnisgreina.
Dregið var í Bíkarkeppni BSÍ á sunnudeginum á kjördæmamótinu. Þátttakan er með minna móti eða 36 sveitir.
Landsliðin eru á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið og verið er að vinna í fatnaðinum, sem sveitirnar þurfa að nóta á mótinu.
Alheimstvímenningur verður haldinn á þremur stöðum 4. - 5. júní, þ.e. Reykjavík, Akureyri og Höfn í Hornafirði.
Jóni Baldurssyni hefur verið boðið á heimsmeistaramótið í einmenningi.
Samþykkt að veita honum styrk skv. venju.

3. Fræðslumál

Jóhann Stefánsson lagði fram "Hugmyndir að fræðslustarfi Bridgesambandsins veturinn 2003 - 2005", sem var unnið af honum ásamt Björgvini og Ljósbrá. Þar kemur fram að meginhugmyndin er að þrískipta starfinu:
1. Landsliðshópur - sem verður þjálfaður fyrir NM 2005.
2. Kennsla og þjálfun fyrir byrjendur og
3. Tengsl við framhaldsskóla, kennara og "sölumennska".
Lagt er til að framkvæmdastjóri BSÍ mundi halda utan um starfið. Einnig var rætt um að ráða einhvern til þess að halda utan um hópinn. Málið sent til framkvæmdanefndar til skoðunar.

4. Skýrsla nefndar: Stefnumótun Kvennabridge

Skýrsla nefndarinnar var lögð fram og rædd. Tillaga gerð um að skipa nefnd skipuð þremur mönnum til 3ja ára, sem sæi um landslið kvenna. Stungið var upp á Jóni Sigurbjörnssyni, sem formanni nefndarinnar, Guðmundi Ólafssyni og Valgerði Kristjónsdóttur. Í framhaldinu myndi stjórnin gera nefndinni erindisbréf. Skiptar skoðanir voru um málið og hvert valdsvið nefndarinn ætii að vera. Samþykkt að láta útbúa erindisbréfið og leggja fyrir stjórnarfund.

5. Keppnisgjöld 2004 - 2005

Kristján Már lagði fram eftirfarandi breytingar á keppnisgjöldum, sem var samþykkt samhljóða:

Íslandsmóti í einmenning hækkar úr kr. 3.000 í kr. 3.500

Tvímenningur:
Kvenna hækkar úr kr. 5.000 í kr. 6.000
Eldri spilara hækkar úr kr. 5.000 í kr. 6.000
Íslandsmót undankeppni hækkar úr kr. 7.000 í kr. 8.000
Íslandsmót hækkar úr kr. 3.000 í kr. 4.000

Sveitakeppni:
Undankeppnin verður óbreytt kr. 28.000
Úrslitin hækka úr kr. 10.000 í kr. 12.000
Kvenna hækkar úr kr. 10.000 í kr. 12.000
Para hækkar úr kr. 10.000 - kr. 12.000

Bridgehátðin:
Tvímenningurinn verður óbreyttur kr. 12.000
Sveitakeppnin hækkur úr kr. 24.000 í kr. 26.000

Kjördæmamótið verður óbreytt kr. 8.000/sveit

6. Deildakeppni

Matthías og Kristján Blöndal lögðu fram "Tillögur vegna væntanlegrar deildarkeppni í haust." Voru tillögurnar ræddar og almenn ánægja með hugmyndina. Ákveðið var að þeir myndu fá með sér fleiri menn til að semja reglugerð og koma með nánari útfærslu.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:20Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar