27. apríl 2004

þriðjudagur, 27. apríl 2004

Stjórnarfundur 27. apríl 2004

Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Jóhann Stefánsson, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Helgi Bogason og Guðmundur Ólafsson voru fjarverandi.

1. Fræðslumálin

Kristján B. Snorrason setti fundinn og gaf Ljósbrá orðið.
Ljósbrá upplýsti að enn vantaði 3. mann í fræðslunefnd. Síðan rakti Ljósbrá atburði fræðslumála fram til þessa.

Það er ekki nægileg aðsókn á miðvikudagskvöldum. Hefur farið í heimsóknir til skólastjóra framhaldsskóla, sem lýstu ánægju yfir starfi fræðslunefndar BSÍ. Lagði fram punkta/hugmyndir um áframhaldandi starf fræðslunefndar.

Að áliti hennar er þegar kominn 8-10 para hópur sem skynsamlegt er að þjálfa áfram, en hugsanlega ætti að tvískipta hópnum þar sem hlutur hópsins er vænlegur til þjálfunar fyrir unglingalandslið.

Minntist einnig á að finna þarf vettvang fyrir hóp bráðgerða barna sem hún hefur verið með í þjálfun. Ekki er skynsamlegt að láta þau mæta í spilamennsku á miðvikudögum.

Ljósbrá taldi það lífsnauðsyn að hvergi verði slakað á vinnunni.
Ákveðið að fá tillögur frá fræðslunefnd um áframhaldandi starf næsta árs.
Ljósbrá yfirgaf fundinn.

2. Skýrsla forseta

Forsetinn lýsti ánægju með framkvæmd "Mónumótsins" og upplýsti einnig að almenn ánægja virðist ríkja með nýja framkvæmd úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Forsetinn er að endurskoða ýmsa verksamninga sem eru í gangi, sem margir hverjir eru komnir til ára sinna.
Ákveðið var að hafa næsta stjórnarfund 18. maí n.k.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

Er að undirbúa tvímenninginn og hefur fengið staðfestingu frá öllum svæðum nema tveimur.
Framkvæmdum á þakinu er lokið og stóðst áætlun, þ.e. kostnaður var tæplega kr. 1.500 þúsund.
Þrjár síður eru komnar í notkun á textavarpinu, en erfitt í notkun til að byrja með. Stefanía vakti athygli stjórnar á síðasta hefti Dansk Bridge, þar sem fjallað er um fræðslumál og fjölgun yngri spilara í Danmörku og taldi þar margar góðar hugmyndir að finna.

4. Sumarbridge

Matthías og Ísak viku af fundi.
Tilboð opnuð í sumarbridge. 2 tilboð bárust. Samþykkt án mótatkvæða að taka tilboði Matthíasar, þar sem boðið var upp á spilamennsku 5 kvöld í viku.

5. EM Malmö

Undirbúningur á fullu í báðum flokkum. Búið að velja landslið í opnum flokki:
Magnús Magnússon, Matthías Þorvaldsson, Þröstur Ingimarsson, Bjarni Einarsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson.
Ætlast er til að keppendur séu í eins fatnaði. Búið að fá tilboð í jakka - buxur/pils. Samþykkt að hækka fjárveitingu um kr. 15.000/mann

6. Veitingasalan

Í 7 mánaða uppgjöri er ca. kr. 450.000 hagnaður. Áætlun gerir ráð fyrir
kr. 700.000 hagnað fyrir allt árið Í fyrra var hagnaðurinn rúmlega kr. 900.000. Forsetinn telur að BSÍ beri ábyrgð á sínu vínveitingaleyfi og það er ekki hægt að framselja það. Einnig er greinilegt óhagræði að skipta um rekstraraðila á miðju ári og voru því útboðsgögnin fyrir sumarbridge án veitingasölunnar. Kristján Már vill klára árið en er tilbúinn að skoða málið ef einhver sýnir rekstrinum sérstakan áhuga.

7. Önnur mál

Forsetinn sagði frá skemmtilegu móti í Borgarnesi, þar sem spilað var form sem kallað er "Patton".

Kristján Blöndal og Matthías ætla að leggja fram hugmynd að deildakeppni á næsta stjórnarfundi.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:20Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar