3. apríl 2002
miðvikudagur, 3. apríl 2002
Stjórnarfundur BSÍ 03. apríl 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Anton
Haraldsson, Birkir Jónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín
Jóhannsdóttir, Matthías Þorvaldsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Kostnaður vegna breytinga á Síðumúla 37 er rúmar 19. mílljónir
sem er u.þ.b. 4 milljónum umfram áætlanir. Munurinn liggur aðallega
í kostnaði vegna breytinga á raflögnum og nýrri loftaklæðningu og
einangrun að kröfu Brunaeftirlits, en ekki var gert ráð fyrir
þessum liðum í kostnaðaráætlun.
Greiðslu á styrk frá ríkissjóði verður dreift yfir allt árið, sem
gerir okkur erfiðara fyrir í fjármálunum en búist var við.
Getraunadeildin okkar fékk góðan glaðning frá Getraunum á dögunum
og höfum við fengið á aðra milljón frá tippurunum á árinu.
Forsvarsmönnum Getraunadeildarinnar eru þökkuð góð og gjöful
störf.
Sýning UMFÍ í maíbyrjun. Birkir og Sveinn Rúnar vinna að
undirbúningi. Birkir verður í forsvari.
|
2. Íslandsmót í tvímenningi og
sveitakeppni 2002.
Mörgum þótti þröngt og hljóðbært í úrslitum sveitakeppninnar, en
sýningaraðstaðan var góð.
Hægt er að fá anddyrið í Fjölbrautarskólanum í Ármúla fyrir
tvímenninginn og hugsanlega góðan sal í Hlíðarsmára.
Það fer eftir þátttöku hvort hægt verður að spila undanúrslitin í
okkar húsnæði. Ákveðið að auglýsa skráningarfrest í undanúrslitin
þriðjudaginn 23.apríl og spila í Síðumúlanum ef þátttaka er minni
en 62 pör, en spila úrslitin annarsstaðar.
|
3. Rekstur Síðumúla.
Samþykkt að sækja um vínveitingaleyfi.
|
4. Sumarbridge 2002.
Samþykkt að bjóða út spilamennskuna, en þrif og veitingarekstur
verður í höndum BSÍ. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 16.00 þann
24.apríl nk.
Ákveðið að halda næsta fund míðvikudaginn 10.apríl kl. 17.30
Fundi slitið kl. 19.00
|