3. apríl 2002

miðvikudagur, 3. apríl 2002

Stjórnarfundur BSÍ 03. apríl 2002

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Anton Haraldsson, Birkir Jónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Matthías Þorvaldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Kostnaður vegna breytinga á Síðumúla 37 er rúmar 19. mílljónir sem er u.þ.b. 4 milljónum umfram áætlanir. Munurinn liggur aðallega í kostnaði vegna breytinga á raflögnum og nýrri loftaklæðningu og einangrun að kröfu Brunaeftirlits, en ekki var gert ráð fyrir þessum liðum í kostnaðaráætlun.

Greiðslu á styrk frá ríkissjóði verður dreift yfir allt árið, sem gerir okkur erfiðara fyrir í fjármálunum en búist var við.

Getraunadeildin okkar fékk góðan glaðning frá Getraunum á dögunum og höfum við fengið á aðra milljón frá tippurunum á árinu. Forsvarsmönnum Getraunadeildarinnar eru þökkuð góð og gjöful störf.

Sýning UMFÍ í maíbyrjun. Birkir og Sveinn Rúnar vinna að undirbúningi. Birkir verður í forsvari.

2. Íslandsmót í tvímenningi og sveitakeppni 2002.

Mörgum þótti þröngt og hljóðbært í úrslitum sveitakeppninnar, en sýningaraðstaðan var góð.
Hægt er að fá anddyrið í Fjölbrautarskólanum í Ármúla fyrir tvímenninginn og hugsanlega góðan sal í Hlíðarsmára.
Það fer eftir þátttöku hvort hægt verður að spila undanúrslitin í okkar húsnæði. Ákveðið að auglýsa skráningarfrest í undanúrslitin þriðjudaginn 23.apríl og spila í Síðumúlanum ef þátttaka er minni en 62 pör, en spila úrslitin annarsstaðar.

3. Rekstur Síðumúla.

Samþykkt að sækja um vínveitingaleyfi.

4. Sumarbridge 2002.

Samþykkt að bjóða út spilamennskuna, en þrif og veitingarekstur verður í höndum BSÍ. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 16.00 þann 24.apríl nk.

Ákveðið að halda næsta fund míðvikudaginn 10.apríl kl. 17.30
Fundi slitið kl. 19.00



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar