14. nóvember 2001
miðvikudagur, 14. nóvember 2001
Stjórnarfundur 14. nóvember 2001
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Birkir Jónsson, Matthías
Þorvaldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Gestur: Þorlákur
Jónsson, byggingarnefnd.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2001-2002. Áætlaðar tekjur eru
kr. 24.300.000 en gjöld kr. 23.200.000. Afborganir lána og
vaxtakostnaður kr. 1.800.000.
Landstvímenningurinn 16.nóv. verður spilaður á 7 stöðum víðsvegar
um landið.
|
2. Dómnefnd BSÍ.
Guðmundur Páll Arnarson, formaður
Ásgeir Ásbjörnsson
Erla Sigurjónsdóttir
Hermann Lárusson
Jón Hjaltason
Jónas P. Erlingsson
Páll Bergsson
Sigurbjörn Haraldsson
Örn Arnþórsson
|
3. Landsliðsmál.
Guðmundur Ágústsson skýrði stöðu mála. Guðmundur Páll Arnarson
tekur jákvætt í að halda áfram með opna flokkinn fram yfir EM
2002.
Framkvæmdanefndin hittir Guðmund Pál og gerir drög að
samningi.
Haukur Ingason er tilbúinn að taka stöðu landsliðseinvalds í
kvennaflokki.
Guðmundur fundar með kvennalandsliðsnefndinni og Hauki og gerir
drög að samningi.
Lið Yngri spilara er áfram í góðum höndum, því Anton Haraldsson er
tilbúinn að halda áfram að sjá um þann flokk.
|
4. Síðumúli 37.
Byggingarnefnd lagði fram útboðsgögn og kostnaðaráætlun vegna
breytinga á húsnæðinu. Þorlákur útskýrði teikningar og fór yfir
helstu atriði.
Byggingarnefndinni veitt umboð stjórnar til að ganga frá útboði á
grundvelli framlagðra teikninga og útboðslýsingar.
|
5. Fræðslumál.
Guðmundur lagði fram minnispunkta og taldi nauðsynlegt að setja
skýr og raunhæf markmið. Nauðsynlegt sé að vinna að stefnumótun
áður en starfsmaður er ráðinn til útbreiðslumála.
Fræðslunefnd skipuð: Matthías Þorvaldsson, formaður, Anton
Haraldsson og Sigtryggur Jónsson.
|
6. Sveitakeppni 2002.
Verið er að leita að húsnæði fyrir undankeppnina. Tilboð frá
Hótel Loftleiðum þykir ekki viðráðanlegt. Reynt að finna annan stað
eða fá betra tilboð.
Fundi slitið kl. 19.00
|