25. apríl 2001
fimmtudagur, 25. október 2001
Stjórnarfundur BSÍ 25. apríl 2001
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur
Sigurðsson, Anton Haraldsson, Elín Jóhannsdóttir, Erla
Sigurjónsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Kjördæmamótið verður haldið á sumarhótelinu á Hvanneyri.
Paratvímenningurinn verður spilaður á Akureyri og stefnir í góða
þátttöku
|
2. Húsnæðismál.
Skrifað hefur verið undir kaupsamning og fyrsta greiðsla var
afhent 20.apríl sl. Reynt verður að fá tilslakanir á dráttarvöxtum
vegna göngugötunnar í tengslum við uppgjör. Húsakaupanefnd gaf
skýrslu um störf sín: Ekki mjög mikið húsnæði í boði og mjög
takmarkandi að við krefjumst góðs aðgengis fyrir fatlaða. Búið að
skoða húsnæði að Bíldshöfða, Krókhálsi, Stangarhyl og Faxafeni.
Allt enn á skoðunarstigi. Umræða varð um mismunandi leiðir, á að
kaupa eða leigja, verður hægt að kaupa húsnæði án þess að skulda
eitthvað.
|
3. Sumarbridge.
Vegna óvissunnar í húsnæðismálum hefur ekki verið hægt að bjóða
út sumarbridge eins og venja er til. Reynt verður að leigja lítinn
sal í sumar fyrir skrifstofuaðstöðu, bikarleiki og sumarbridge.
Eina færa leiðin núna er að semja við aðila um að taka
sumarspilamennskuna að sér.
|
4. Mótaskrá - Ákvörðun keppnisgjalda
2001-2002 - Meistarastig.
Mótanefnd þarf að ákveða dagsetningar Íslandsmóta sem fyrst.
Ákveðið að hafa óbreytt keppnisgjöld í Íslandsmótum á næsta
keppnistímabili, nema í úrslitum tvímennings kr. 4.000/parið.
Tekjur Bridgehátíðar standa ekki lengur undir kostnaði. Ákveðið að
endurskoða verðlaunaupphæð o.fl. og hækka keppnisgjöld í kr.
12.000/parið og kr. 24.000/sveit. Samþykktar tillögur
meistarastiganefndar: Spilað um 4 gullstig í leik á Bridgehátíð (í
stað 2) og að veitt gullstig vegna tvímennings Bridgehátíðar verði
samtals 142 í stað 76 (sjá nánar sundurliðun). Íslandsmót í
paratvímenningi: Veitt verði gullstig fyrir 10 efstu sætin (sjá
nánar sundurliðun).
|
5. Önnur mál.
1) Sigtryggur leggur til að lagðar verði niður takmarkanir um
fjölda spilara frá félögum innan svæðasambandanna. Málinu vísað til
umræðu svæðaformanna á hádegisverðarfundinum á Hvanneyri.
2) Ljósbrá leggur til að BSÍ ráði fræðslufulltrúa til starfa í
a.m.k. 50 % starf. Nefnd skipuð til að undirbúa málið: Ljósbrá
Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Anton Haraldsson.
|