14. desember 2000

fimmtudagur, 14. desember 2000

Stjórnarfundur BSÍ 14. desember 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson og Kristján Örn Kristjánsson.

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

2. Skýrsla forseta.

Guðmundur gaf skýrslu þar sem Stefanía var á fundi í Danmörku vegna vinnu við nýja meistarastigaforritið.

A) Landsliðinu boðið að taka þátt í móti í Ísrael, sem ekki verður þegið.
B) Alþingi hækkaði fjárveitingu til BSÍ úr kr. 3.000.000,- í kr. 10.000.000 árið 2001, í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu heimsmeistarar. Þó undir þeim formerkjum að hluti þessa fjár verði notaður til að halda upp á 10 ára afmælið og til þess að koma landsliðinu í svo gott form að það sýni einhvern árangur á EM næsta sumar.
C) Guðmundur útskýrði skuldastöðu BSÍ. Verið er að vinna að skuldbreytingu, en markaðsvextir eru afar háir í augnablikinu.

3. Kvennalandslið.

Niðurstaða nefndar, sem skipuð var á síðasta fundi: Ef ákvörðun verður tekin um að senda ekki kvennalandslið á EM næsta sumar, verði unnið markvisst að kvennalandsliðsmálum. Lagt er til að skipuð nefnd sem vinnur að undirbúningi kvennalandsliðs, svo hægt verði að senda vel þjálfað lið á NM 2002 og EM 2003.
Eftir umræður var ákveðið að senda ekki kvennalið á EM 2001, en leggja vinnu og fjármagn í undirbúning kvennaliðs fyrir NM 2002 og EM 2003. Nefndin vinnur að frekari undirbúningi fyrir næsta fund.

4. Önnur mál.

Anton skýrði frá því að NM yngri spilara 2001 væri á sama tíma og EM, sem er mjög bagalegt. Ákveðið að gera athugasemd við Svía vegna þessa.

5. Gjaldskrá silfurstiga.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar .



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar