9. febrúar 2000
miðvikudagur, 9. febrúar 2000
Stjórnarfundur BSÍ 09. febrúar 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur
Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ljósbrá
Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Páll Þórsson, Anton Haraldsson,
Sveinbjörn Eyjólfsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Páll Þórsson
ritaði fundargerð í fjarveru Ísaks.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Metþátttaka var í Íslandsmótinu í parasveitakeppni um daginn eða
29 sveitir. Góð þátttaka er einnig í Evrópumóti para sem verðu á
Ítalíu í mars, en 4 sveitir hafa skráð sig héðan. Undirbúningur
fyrir NM í sumar er í fullum gangi og gengur ágætlega. Ósk hefur
borist frá Jóni Baldurssyni um styrk vegna boðs á Generali Masters
í Aþenu í vor. (Heimsmeistaramótið í einmenningi). Samþykkt að
styrkja Jón eins og áður.
|
2. Bridgehátíð 2000.
Forseti Alþingis Halldór Blöndal setur hátíðina. Undirbúningur
skv. áætlun.
|
3. Landsliðsmál.
Opinn flokkur.
Búið er að ganga frá ráðningu Guðmund Páls Arnarsonar í starf
landsliðseinvalds.
Kvennaflokkur. 5 sveitir tóku þátt í
landsliðskeppni um sl. helgi. 2 efstu sveitirnar spila til úrslita
3 x 28 spil í lok febrúar.
Yngri spilarar. Samþykkt að senda lið á EM sem
verður haldið í júlí í Tyrklandi.
|
4. Bréf frá Sænska
Bridgesambandinu.
Danir og Svíar eru óánægðir með einhliða breytingar sem Norðmenn
hafa gert á úthlutun meistarastiga. Stefaníu falið að afla
upplýsinga um málið. Tillögur að breytingum sem leggja á fyrir fund
í Kaupmannahöfn um páskana kynntar, vísað til Meistarastiganefndar,
afgreiðslu óskað fyrir næsta stjórnarfund.
|
5. Húsnæðismál.
Málið er í biðstöðu.
|
6. Önnur mál.
Anton, formaður laga- og keppnisreglunefndar upplýsti að verið
væri að vinna í "alert" málum og þ.h. og væri nefndin að ath.
þróunina erlendis.
Guðmundur las uppkast að bréfi vegna fyrirhugaðrar söfnunar í
landsliðssjóð.
|