27. október 1999

miðvikudagur, 27. október 1999

Stjórnarfundur BSÍ 27. október 1999

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, nýkjörinn forseti, setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta stjórnarfund starfsársins. Hann sagði mikil verkefni framundan, en sagðist þess fullviss að ef stjórnin ynni saman sem einn maður væri hægt að auka bridgeáhugann og búa betur að íþróttinni.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Stefanía lagði fram drög að fjárhagsáætlun 1999-2000. Óvissa er vegna nokkurra kostnaðarliða t.d. NM í Hveragerði, Ólympíumóts og EM yngri spilara. BSÍ er boðið að senda sveit á Sicily Open í des. (fæði og gisting). EM para verður á Rimini, Ítalíu 18.-24.mars.

Guðmundur Ágústsson gerði grein fyrir hvernig BSÍ stendur gagnvart styrkumsóknum og taldi góðar líkur á að rekstrarstyrkur frá ríkinu myndi hækka verulega og taldi líka góða möguleika á að fá styrktaraðila fyrir NM.

Guðmundur fór yfir dóminn vegna yfirbyggingar göngugötunnar og lagði til að dómi yrði áfrýjað til Hæstaréttar, en Björvin Þorsteinsson hefur boðist til að gera það BSÍ að kostnaðarlausu. Samþykkt að fela Björgvini áfrýjun málsins.

2. Nýafstaðið ársþing.

Guðmundur fór yfir helstu umræðuefni ársþingsins.

3. Verkaskipting stjórnar.

Forseti Guðmundur Ágústsson
Varaforseti Þorlákur Jónsson
Ritari Ísak Örn Sigurðsson
Gjaldkeri Ólafur Steinason
Meðstjórnendur Ljósbrá Baldursdóttir
Sigtryggur Sigurðsson
Anton Haraldsson
Varastjórn Erla Sigurjónsdóttir
Páll Þórsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Framkvæmdaráð: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Ólafur Steinason

4. Skipun fastanefnda.
Mótanefnd:

Þorlákur Jónsson form., Jón Baldursson, Sveinbjörn Eyjólfsson
Til vara: Anton Haraldsson, Páll Þórsson, Ísak Örn Sigurðsson.
Meistarastiganefnd: Ísak Örn Sigurðsson form., Sveinn Rúnar Eiríksson, Guðjón Ingvi Stefánsson
Laga- og keppnisreglnanefnd: Anton Haraldsson form., Sveinn Rúnar Eiríksson, Þorvaldur Pálmason
Dómnefnd: Anton Haraldsson form., Ásgeir Ásbjörnsson, Erla Sigurjónsdóttir, Guðmundur Páll Arnarson, Gylfi Baldursson, Hermann Lárusson, Jón Hjaltason, Jónas P. Erlingsson, Örn Arnþórsson

5. Stefnumótun.

Guðmundur Ágústsson telur mikilvægt að vinna betur að útbreiðslu bridge. Huga sérstaklega að húsnæðismálum og sölu á núverandi húsnæði og verja þeim peningum til útbreiðslustarfs. Leggja þurfi rækt við landsliðismál, því framgangur bridgeíþróttarinnar byggist að mestu leyti á góðum árangri landsliðanna. Erla taldi vandann að miklu leyti hægt að rekja til þess að félagslega þáttinn vantaði hjá spilurum á Íslandi. Sveinbjörn taldi að til þess að fá nýja spilara í hreyfinguna, væri stefnumörkun nauðsynleg og skipa þyrfti kynningarfulltrúa. Mikilvægt væri að breyta ímynd fólks um bridgespilarann. Stefanía sagði nauðsynlegt að reyna að ná til eldri borgara t.d. bjóða upp á kennslu fyrir þennan aldurshóp. Einnig yrði að leggja rækt við yngsta aldurshópinn og vel mætti hugsa sér að gefa öllum börnum í einum árgangi spil á hverju ári. Guðmundur gerði grein fyrir framvindu mála í húsnæðismálum, tveir aðilar hafi hugsanlega áhuga á húsnæði BSÍ eða hluta þess.

6. Kjördæmamót.

Guðmundur greindi frá því að ósk hefði borist frá Bs. Reykjavíkur um að breyta reglugerð kjördæmamótsins. Laga- og keppnisreglnanefnd falið að leggja fram tillögu fyrir næsta stjórnarfund.

7. Önnur mál.

Sigtryggur upplýsti að fulltrúar frá félögum á höfuðborgarsvæðinu ætluðu að hittast og samræma starfsemi félaganna og óskaði eftir að framkvæmdastjóri BSÍ mætti á fundinn.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar