30. september 1998

miðvikudagur, 30. september 1998

Stjórnarfundur BSÍ 30. september 1998

Mættir á fundinn: Ljósbrá Baldursdóttir, Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Keypt hefur verið notuð ljósritunarvél. Borist hefur boð á bridgehátíð í Ísrael 28.jan.- 6.feb. 1999, keppnisgjöld og hótel greidd. Töluvert er spurt um leigu á sölum til að halda afmæli og aðrar veislur. Stjórnin er hlynnt því að leigja út sali til mannfagnaða. Stefanía óskar eftir að leigður verði posi sem er orðinn algjör nauðsyn, samþykkt.

2. Landsliðsmál

Stefanía skýrði frá fundi um landsliðsmál, sem Ragnar Hermannsson stjórnaði. Á fundinn voru boðaðir landsliðsmenn síðustu 10 ára. Stjórnin samþykkir tillögur Ragnars um mótaröð fyrir sterkari spilara, einskonar meistaraflokk. Samþykkt að BSÍ greiði laun keppnisstjóra og spilagjöf, en keppnisgjöld fara til verðlauna. Ákveðið að semja við Einar Jónsson um þjálfun kvennalandsliðs. Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar verður að finna nýjan þjálfarar fyrir yngri spilarana, en Jónas P. Erlingsson hefur tilkynnt að hann sé hættur sem þjálfari. Stjórnin þakkar Jónasi óeigingjörn og mjög árangursrík störf fyrir unglingalandsliðið.

3. Reyklaus aðstaða

Tóbaksreykur veldur mörgum miklum óþægindum í húsnæði okkar, þar sem reykurinn berst um alla sali. Ákveðið að útbúa reykaðstöðu í austurenda matsalar. Kristján talar við arkitektinn og fær kostnaðaráætlun.

4. Ársþing

Farið yfir breytingartillögur að keppnisreglugerðum, sem lagðar verða fram á þinginu.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar