6. maí 1998

miðvikudagur, 6. maí 1998

Stjórnarfundur BSÍ 06. maí 1998

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ragnar Magnússon, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ísak Örn sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Erla Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Berg og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Stefanía skýrði frá gangi 50 ára afmælismóts. Halli varð u.þ.b. 175.000, en mótið tókst í alla staði mjög vel. Undirbúningur að Bridgehátíð 1999 er þegar hafinn. Spilað verður á Hótel Loftleiðum 12.-15.febrúar. Rætt um tölvukaup, ákveðið að kaupa tvær tölvur. Skýrt var frá fundi með Björgvini Þorsteinssyni hrl. vegna göngugötunnar.

2. Sumarbridge

Aðeins eitt tilboð barst frá Matthíasi Þorvaldssyni. Framkvæmdaráði og Stefaníu falið að ræða við Matthías. Ljósbrá vék af fundi.

3. Landsliðsmál

Aðeins 5 pör skráðu sig í landsliðskeppnina í opna flokknum. Ákveðið að 4 pör spili úrslitakeppni í 2 sveitum. Í kvennaflokki spiluðu 7 pör.

4. Kjördæmamótið

Á fundinn mættu Karl Einarsson, Sigurjón Harðarson og Kjartan Ólason frá Bs. Reykjaness. Framkvæmd mótsins rædd. Búið er að útvega töluvert af styrkjum, Stefanía sér um fjármálin.

5. Fræðslumál

BR hefur ákveðið að verja hluta af styrk, sem félagið fékk frá ÍTR til unglingastarfs, til námskeiðahalds.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar