6. mars 1997

fimmtudagur, 6. mars 1997

Stjórnarfundur BSÍ 06. mars 1997

Mættir á fundinn: Guðmundur Páll Arnarsson, Kristján Kristjánsson, Jón Sigurbjörnsson, Þorsteinn Berg, Ljósbrá Baldursdóttir og Jakob Kristinsson.

1. Bridgehátíð

Jakob skírði frá framkvæmd og taldi að flestir hefðu verið ánægðir og lítið hefði verið um kærur. Fjárhagslegt uppgjör liggur ekki fyrir. Ákveðið að fá Jakob, Ljósbrá og Guðmund Pál til að leggja fram tillögur að næstu Bridgehátið.

2. Sumarbridge

1997 Ákveðið að bjóða út sumarbridge 1997. Jakobi falið að gera útboðsgögn.

3. Húsnæðismál

Teppaland gat ekki útvegað teppið sem pantað hafði verið á nýja salinn en lánaði annað og bauð það á um 300 þús. kr lægra verði. Fyrirtækið er þó tilbúið að setja nýja teppið á þegar það kemur án útgjalda.

4. Fjáröflunarmót í apríl og maí

Rætt um að halda helgarmót í apríl eða maí í tilefni af lokafrágangi húsnæðis BSÍ að Þönglabakka 1.

5. Íslandsmót í sveitakeppni

Ekki var gott útlit með að allir keppnendur kæmust á Íslandsmótið. Ákveðið að mótinu yrði ekki frestað.

6. Landsliðsmál

Farið yfir stöðuna. Björn Eysteinsson gengur frá ferðatilhögun vegna Evrópumóts í samvinnu við framkvæmdastjóra.

7. Úrvinnsla gamalla gagna og mynda

Búið er að fullvinna töluvert af myndum sem Þórður Sigfússon hefur safnað og Kolbrún Kristjánsdóttir hefur unnið.

8. Kjördæmamót 1997

Jón Sigurbjörnsson gengur frá þessu í samráði við Jakob.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar