17. janúar 1997

föstudagur, 17. janúar 1997

Stjórnarfundur BSÍ 17. janúar 1997

Mættir á fundinn:

1. Ferð yngrispilara á mót í Hollandi fyrr í mánuðinum.

Jónas P Erlingsson fyrirliði mætti og gerði grein fyrir ferðinni. Hann sagði okkar spilara hafa staðið sig vel eftir aðstæðum því mikið var um veikindi hjá liðsmönnum meðan á mótinu stóð. Hann sagði að mótið væri mjög vel skipulagt og einnig sterkt og því keppikefli fyrir BSÍ að senda lið á þetta mót á hverju ári ef mögulegt væri. Hann lagði fram öll gögn um úrslit og fleira og er hægt að nálgast þau á skrifstofunni. Ákveðið að Jónas haldi áfram með yngrispilarana og velji lið á NM í samráði við Ragnar Hermannsson og Jón Baldursson sem fyrst. Æfingar geta þá hafist fyrir alvöru í samvinnu við Björn fyrirliða opna liðsins, Ragnar fyrirliða kvennaliðsins og Einar Jónsson bridgekennara.


2. Bridgehátíð.

Jakob fór yfir stöðu mála með gesti og fleira, en síðan urðu umræður um kerfi sem leyfa ætti í mótinu. Niðurstaðan varð sú að útbúið yrði eitt a4 blað þar sem lýst er helstu "fjöldjöflum" og "múltíum" og búin til einföld vörn við því. Þetta geta keppendur haft á borðinu hjá sér.

3. Húsnæðismál. Framkvæmdastjórn

veitt umboð til þess að semja við Ármannsfell um að hefja framkvæmdir eins fljótt og hægt er, ef tilboð þeirra yrði ásættanlegt fyrir BSÍ. BSÍ á 50 ára afmæli 1998. Því sé gott að allar breytingar verði þá úr sögunni. Forseti taldi að hagkvæmast væri fyrir BSÍ að þetta yrði klárað í einni lotu. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá láni í Landsbankanum að upphæð kr. 6.000.000.

4. Útbreiðslumál.

Beiðni um stryrk frá BSÍ vegna þátttöku þeirra í sterku boðsmóti í Danmörku. Stefna BSÍ að styrkja ekki spilara á mót þar sem BSÍ hefur ekkert um þátttöku þeirra að segja. Í þessu tilfelli fengu þeir félagar boð Jakobi falið að senda svarbréf og benda þeim á að ssækja um styrk hjá sínum bridgefélögum.

Hér með veitir stjórn Bridgesambands Íslands framkvæmdastjóra sínum, Jakobi Kristinssyni kt. 171262-4299 heimild til að selja Landsbanka Íslands skuldabréf kr. 6.000.000 til þriggja ára, 10 afborganir með fyrstu afborgun í mars 1998 og síðan á þriggja mánaða fresti.

Guðmundur Páll Arnarson Þorsteinn Berg
Ragnar Magnússon Sveinn Rúnar Eiríksson
Ljósbrá Baldursdóttir Sigrún PétursdóttirReykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar