Ársþing 10. nóvember 1996

sunnudagur, 10. nóvember 1996

48. ársþing Bridgesambands Íslands 10. nóvember 1996

Mættir á fundinn:

1. Haldið í Þönglabakka 1 þann 10. nóvember 1996

Forseti Bridgesambands íslands, Kristján Kristjánsson, setti ársþingið og lagði til að Ólafur A. Jónsson yrði kjörinn fundarstjóri. það var samþykkt samhljóða og tók Ólafur við fundarstjórn. Hann lagði til að fundarritari yrði kjörinn Guðmundur Sv. Hermannsson, að kjörbréfanefnd yrði skipuð þeim Guðmundi, Brynjólfi Gestssyni og Friðjóni Vigfússyni og uppstillinganefnd þeim Jóni Baldurssyni, Guðmundi Víði Gunnlaugssyni og ... þessar tillögur voru allar samþykktar og tóku nefndirnar til starfa. Kristján Kristjánsson flutti skýrslu stjórnar um síðasta starfsár. Hann sagði mikinn tíma hafa farið í að afla Bridgesambandinu tekna en nú lægju m.a. fyrir loforð fyrir 2 milljóna króna rekstarstyrk á fjárlögum ríkisins og 3 milljónum árlega næstu þrjú árin í húsbyggingarstyrk. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að vinna að tillögum um hvernig ætti að ljúka frágangi þönglabakka 1 og gera kostnaðaráætlun þar að lútandi. Vilyrði lægi fyrir frá Landsbanka íslands um lánsfé til að ljúka við húsnæðið og að greiðslum yrði hagað eftir því hvernig húsbyggingarstyrkurinn bærist. þá lægi fyrir að Landsbankinn myndi styrkja íslandsmót næsta árs eins og á síðasta keppnisári. Af öðrum nýjungum nefndi Kristján unglinga- og barnakennslu sem Guðmundur Páll Arnarson sá um og heimasíðu Bridgesambandsins á alnetinu sem Steingrímur Gautur Kristjánsson útbjó. Lagt hefur verið í kostnað til að afla gamalla mynda og bridgegagna og hefur þórður Sigfússon unnið þar mikið og gott starf. Björn Eysteinsson var ráðinn landsliðsþjálfari í opnum flokki en einnig var Eric Kokish frá Kanada fenginn til að þjálfa landsliðið fyrir Ólympíumótið. Að lokinni skýrslu stjórnar gerði Guðmundur grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. Alls bárust kjörbréf frá 22 félögum fyrir 35 þingfulltrúa og 36 atkvæði og voru kjörbréfin öll úrskurðuð gild. þingfulltrúar voru eftirtaldir: Bridgefélag Breiðholts Baldur Bjartmarsson Bridgefélag Kópavogs Sigurður Sigurjónsson Bernódus Kristinsson Bridgefélagið Gosi, þingeyri Jóhannes Bjarnason Bridgefélag Akureyrar Guðmundur Víðir Gunnlaugsson Frímann Stefánsson Bridgefélag kvenna Ólína Kjartansdóttir Bridgefélag Hveragerðis Össur Friðgeirsson Bridgefélag Hvolsvallar Kjartan Aðalbjörnsson Bridgefélag Selfoss Brynjólfur Gestsson Bridgefélag Hornafjarðar Hlynur Garðarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar ásgeir ásbjörnsson Dröfn Guðmundsdóttir Bridgefélag Borgarness þórður Ingólfsson Bridgefélag Reykjavíkur Sigurður B. þorsteinsson Guðlaug Jónsdóttir Hjalti Elíasson Jón Baldursson Sigtryggur Sigurðsson Örn Arnþórsson Bridgefélag para Erla Sigurjónsdóttir Bridgedeild Barðstrendinga Ólafur A. Jónsson Friðgerður Benediktsdóttir Ísak Örn Sigurðsson Bridgefélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Jóhann Magnússon Bridgedeild Rangæinga Friðrik Jónsson Bridgedeild Breiðfirðinga Ólöf þorsteinsdóttir Ljósbrá Baldursdóttir Bridgefélag Eyfellinga Stefanía Skarphéðinsdóttir Bridgefélag Sáá Svavar Hauksson Sveinn R. Eiríksson Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Friðjón Vigfússon (2 atkvæði) Bridgefélag Suðurnesja Arnór Ragnarsson Randver Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Ólafur Lárusson

Stefanía Skarphéðinsdóttir gjaldkeri BSí gerði næst grein fyrir reikningum sambandsins. Samkvæmt þeim voru rekstartekjur 21.749.577 krónur og gjöld 17.488.384 krónur. Hagnaður eftir fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld var 1.627.951 króna. Fram kom síðar á þinginu að villa var í reikningunum sem lagðir voru fram og voru þeir leiðréttir. Voru síðan leyfðar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og sagðist Ísak Örn Sigurðsson hafa áhyggjur af dræmri bóka- og sagnboxasölu og var tilbúinn til að beita sér fyrir því að þetta yrði aukið. Stefanía upplýsti að þegar hefði verið mörkuð sú stefna að auka bóksölu með meira úrvali og minni álagningu. Fleiri tóku ekki til máls og voru reikningarnir og skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða. Lagabreytingar voru næst á dagskrá. Guðmundur Sv. bar upp tillögu um að heimila fjölgun manna í dómnefnd BSí og öðrum nefndum með það fyrir augum að auka breidd í störfum dómnefndar. Tillagan var um að orðunum ,,hið minnsta" yrði bætt aftan við ákvæði um að skipa þriggja manna nefndir BSí. Hjalti Elíasson sagði að í gögnum, sem þingfulltrúar hefðu fengið send, hefði ekki verið getið að lagabreytingar væru á dagskrá og því gæti þingið ekki tekið afstöðu til málsins nú. Guðmundur sagðist hafa kynnt fyrirætlanir sína fyrir Bridgesambandsstjórn fyrir nokkru og því hefði hann staðið í þeirri trú að lagabreytingar væru á fyrirframboðaðri dagskrá. Sigurður B. þorsteinsson sagði hugmynd Guðmundar um fjölgun góða, en vildi afmarka nefndarmannafjöldann betur. Hann lagði einnig til að formenn fastanefnda gerðu grein fyrir störfum sínum á þinginu. Fundarstjóri úrskurðaði síðan að ekki væri löglegt að breyta lögum BSí á þessu þingi. Næst á dagskrá var kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda. Jón Baldursson formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og lagði fram eftirfarandi tillögu: Foreti: Kristján Kristjánsson. í aðalstjórn til 2 ára: Stefanía Skarphéðinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Ólafur Steinason. í varastjórn til 1 árs: Sigrún Pétursdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Sveinn R. Eiríksson. Skoðunarmenn reikninga: Páll Bergsson, Hallgrímur Hallgrímsson. Til vara: Jónas Elíasson, Bogi Sigurbjörnsson. Löggiltur endurskoðandi: Guðlaugur R. Jóhannsson. Tillaga um Kristján sem forseta var samþykkt með lófataki. Ólína Kjartansdóttir stakk upp á Erlu Sigurjónsdóttur í aðalstjórn til 2 ára og var kosið um 3 sæti í stjórninni. Niðurstaðan varð að Stefanía fékk 29 atkvæði, Ólafur 26, Jón 23 og Erla 18 atkvæði og var því tillaga uppstillinganefndar samþykkt. Ekki komu fleiri framboð í önnur embætti og voru tillögur uppstillinganefndar samþykktar samhljóða. Kristján þakkaði það traust sem sér og stjórninni væri sýnt. Að því búnu var gert fundarhlé. Að því loknu var fjallað um árgjald. Kristján bar fram tillögu frá stjórn BSí um að gjaldið hækkaði úr 70 krónum í 80 krónur. Guðlaug Jónsdóttir sagði að tölur um minnkandi árgjaldstekjur sýndu að fækkun hefði orðið hjá félögunum meðan kostnaður BSí hefði hækkað. því lagði hún til að tillagan yrði felld. Ísak Örn og Sigurður Sigurjónsson studdu það. Ísak spurði hvort hægt væri að miða árgjaldið við styrk félaganna þannig að þau sterkustu greiddu meira. Ólafur Jónsson sagðist ekki geta tekið undir tillögu Ísaks og sagði að eitt yrði yfir alla að ganga. Guðmundur Sv. benti á að ekki væri um óhóflegar álögur að ræða á félögin þótt félagsgjaldið hækkaði um 10 krónur á kvöldi. í 40 manna félagi þýddi tillagan 400 krónur á viku. Arnór Ragnarsson sagði Suðurnesjamenn vera á móti hækkuninni. Hann sagði að félagið hefði gripið til þess ráð að halda mót án meistarastiga til að komast hjá að greiða skatt til BSí. Ólafur Lárusson lagði til að gjaldið hækkaði um 5 krónur, í 75 krónur og í kjölfarið væri hægt að hækka kvöldgjaldið næsta haust úr 500 krónum í 600 krónur. Erla lagði til að BSí lækkaði frekar hjá sér kostnað og benti í því sambandi á að liðurinn gestamóttökur í reikningunum væri tæp hálf milljón. Stefanía sagði að undir þennan lið hefði fallið kostnaður við að flytja gesti Bridgehátíðar til áfangastaða Flugleiða. Um væri einkum að ræða kostnað vegna ferðar ítalska landsliðsins frá ítalíu til London, sem Bridgesambandið hefði þurft að greiða. Kristján benti á að spilarar krefðust stöðugt meiri þjónustu og ekki væri hægt að ætlast til að aðrir greiddu aukinn kostnað vegna þess. Voru nú greidd atkvæði um tillögu stjórnarinnar og var hún felld með meginþorra atkvæða. þá voru greidd atkvæði um tillögu Ólafs og var hún samþykkt með 15 atkvæðum gegn 13. Loks kom að liðnum önnur mál. Ragnar Magnússon kynnti tillögu stjórnar BSí um að flytja íslandsmótið í tvímenningi frá vori til hausts. Spila mótið á tveimur helgum og fjölga í úrslitunum (fylgiskjal 1). Ólafur Lárusson, Sigurður B. og Frímann Stefánsson lýstu yfir stuðningi við tillöguna. Hjalti taldi til bóta að reyna breytingar á íslandsmótinu í tvímenningi þótt hann sagðist ekki vera sannfærður um að þetta væri besta leiðin til þess. Hann benti einnig á að reyna yrði eftir megni að hafa jafnvægi í uppsetningu mótsins til að tryggja jafnræði keppenda og 40 para barómetertvímenningur uppfyllti ekki það skilyrði. Sveinn R. Eiríksson sagði hins vegar að til væru aðferðir til tryggja jafnvægi í slíkum tvímenningi. þingið samþykkti síðan samhljóða að flytja tvímenninginn yfir á haustið og breyting á keppnisreglugerð um fjölgun para var samþykkt með þorra atkvæða gegn 5. Ólafur Steinason flutti tillögu frá Guðjóni Bragasyni formanni Bridgesambands Suðurlands um að slaka á kröfum um spilafjölda í undankeppni fyrir íslandsmót í sveitakeppni, úr 140 spilum í 120 (fylgiskjal 2). Guðmundur Sv. orðaði hvort hægt væri að gefa afslátt á spilafjölda ef yfirsetur hefðu það í för með sér að mótin yrðu illviðráðanleg ella. Kristján studdi þetta og spurði hvort mótanefnd gæti gefið undanþágu í slíkum tilfellum. Sveinn R. sagði að til væri aðferð til að uppfylla kröfur um spilafjölda án yfirsetu. Ólafur Steinason kom með málamiðlunartillögu um að heildarfjöldi spila verði 140 spil en þá væri innifalið að gefinn væri afsláttur ef um yfirsetu væri að ræða. En upphafleg tillaga Guðjóns var síðan samþykkt með 11 atkvæðum gegn 7. Fundarstóri kynnti síðan rammareglugerð um Kjördæmamót BSí sem lá fyrir þinginu (fylgiskjal 3). Jakob Kristinsson kynnti breytingartillögu frá Guðjóni Bragasyni við reglugerðina (fylgiskjal 4). Jón Baldursson sagði að mótanefnd hefði haft í nógu að snúast fyrir síðasta kjördæmamót vegna ísfirðinga sem hefðu átt í erfiðleikum með að manna sveit. Finna þyrfti milliveg milli hagsmuna Vestfirðinga og Reykvíkinga annarsvegar og annarra kjördæma hinsvegar. Hjalti sagði að sér fyndist kjördæmamót ekki standa undir nafni nema þátttakendur hefðu búsetu í því kjördæmi sem þeir spiluðu fyrir. Einnig sagði hann að reglugerð þyrfti að vera einföld þannig að lið svæðanna yrðu skipuð ákveðnum hópi sem liðsstjóri gæti síðan stýrt án afskipta BSí. Stefanía studdi tillögu Guðjóns um að 8 manns væri að hámarki úr hverju félagi. Hún benti á þegar skoðaður væri listi um greidd árgjöld á Vestfjörðum væri Bridgefélag ísafjarðar ekki hálfdrættingur á við Bridgefélag Patreksfjarðar. því væru Suðurfirðingar mjög ósáttir við val á liði Vestfjarða fyrir síðasta Kjördæmamót. Ragnar Magnússon sagðist vera sammála Hjalta um að kjördæmin ættu að vera sem frjálsust með val á liði. Hins vegar væri hann óssammála búsetuskyldu í kjördæmi vegna félagafrelsisins sem gilti innan BSí. Kristján lýsti svipuðum skoðunum. Guðlaug tók undir það að reglur um hverjir skipuðu sveitir kjördæmanna ættu að vera frjálsar. Ólafur Jónsson sagði ljóst að meistarastig þyrftu að ráða því hvar spilarar væru skráðir í kjördæmi. Sigurður B. sagði Hjalta hana vakið máls á grundvallaratriði sem þingið þyrfti að skera úr um, þ.e. hvort spilarar þyrftu ekki að vera búsettir í því kjördæmi sem þeir kepptu fyrir. Fundarstjóri bar síðan upp breytingartillögu Guðjóns við 3. grein reglugerðarinnar og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Breytingartillaga Guðjóns við 4. grein var hins vegar felld. þá var samþykkt breytingartillaga Guðjóns við 7. grein. Sigurður B. spurði hvernig skilja ætti 1. grein reglugerðarinnar þar sem segir að mótið sé keppni kjördæmanna í landinu. Bent var á úr sæti að í raun væri um að ræða svæðasamböndin sem svöruðu til kjördæmanna og úrskurðaði fundarstjóri að svo væri. Að því loknu var reglugerðin samþykkt samhljóða með breytingum. Fundarstjóri hafði nokkru áður borið upp tillögu frá Guðmundi Sv. um að skipa milliþinganefnd til að endurskoða lög BSí fyrir næsta ársþing. Nú var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt. Einnig var samþykkt tillaga um að nefndina skipuðu Guðmundur, Hjalti og Sveinn R. Eiríksson. Ljósbrá Baldursdóttir ræddi um unglingastarf og benti á að fækkað hefði í flokki ungra spilara. Hún sagði að þótt ýmislegt hefði verið gert fyrir þennan aldurshóp þyrfti meira við og nefndi að keppnisgjöld væru of há. Hún sagði að aldurstakmörk væru einnig óhöndugleg og leita þyrfti leiða til að auka áhugann. Kristján sagði að stjórn BSí hefði vissulega tekið eftir fækkun á mótum yngri spilara og vildi reyna að sporna þar við. Friðgerður Benediktsdóttir sagði að kalt væri oft í húsi Bridgesambandsins. Fundarstjóri upplýsti að framkvæmdastjóri BSí ætlaði að bæta þar úr. Guðlaug Jónsdóttir benti á að rekstrarliðir BSí hefðu hækkað og stjórnin þyrfti að taka á því. Hún spurði einnig hvers vegna keppendur í landsliðskeppni kvenna hefðu þurft að greiða 1000 króna keppnisgjald meðan keppendur í B-landsliðskeppni hefðu ekki þurft að greiða neitt. Guðmundur Sv. sagði keppnisgjald hefði verið innheimt í kvennakeppninni til að ná upp í hluta af kostnaði við hana. Guðmundur Páll Arnarson sagði að um hefði verið að ræða mistök og rétt væri að endurgreiða keppnisgjaldið og tók Stefanía undir þetta. Ólafur A. Jónsson sagðist stundum hafa hugsað hvort frekja væri að fá 1-2 ríkisstyrkta úrbreiðslufulltrúa. Slíkir ríkisstyrkir væru til almenningsheilla. Ólafur Lárusson spurði um nánari sundurliðun á styrkjum og ýmsum kostnaði Bridgesambandsins, svo sem æfingarkostnaði, áskriftarkostnaði og kostnaði við stjórnarfundi . Stefanía sagði að styrkir kæmu aðallega frá ríki og Reykjavíkurborg en einnig frá VISA-ísland og Landsbankanum. Undir áskriftir féllu árgjöld til Alþjóðasambands og Evrópusambands og samantekt Fjölmiðlavaktar á öllu sem skrifað væri um bridge í íslensk blöð. Undir liðinn stjórnarfundi félli kostnaður vegna kaffis og meðlætis og einhver kostnaður vegna ferða forseta BSí. Undir æfingakostnað félli ýmis kostnaður við æfingar landsliðanna í öllum flokkum. Fleiri tóku ekki til máls undir þessum lið. Kristján þakkaði þá fyrir gott þing og sagði stjórn BSí reyna að gera eins og hún gæti til að vinna að framgangi sambandsins. Margar þarfar ábendingar hefði komið fram á þinginu sem stuðst yrði við. Kristján sagði að sitt meginmarkmið væri að efla íþróttina, ljúka við húsnæði sambandsins og auka nýtingu þess. Hann sagði ljóst að grundvöllur þess að efla íþróttina væri góður árangur á alþjóðavettvangi sem kallaði á aukna vinnu en um leið yrði stöðugt erfiðara að ætlast til að menn gæfu tíma sinn til þeirra starfa. Kristján þakkaði fráfarandi stjórn fyrir gott samstarf, sérstaklega Guðmundi Sv. fyrir 7 ára stjórnarsetu, lengst af sem varaforseti BSí. Að svo mæltu sleit Kristján þinginu.

Guðm. Sv. Hermannsson



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar