12. júní 1996

miðvikudagur, 12. júní 1996

Stjórnarfundur BSÍ 12. júní 1996

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Þorsteinn Berg.

1. Ársþing BSÍ.

Lögum samkvæmt ber að halda þing BSÍ þriðja sunnudag í október ár hvert, eða 20. okt. nk.

Kristján Kristjánsson vildi kanna þann möguleika að fresta þinginu fram til 9. nóv. vegna ÓL á Ródos, sem fram fer 19. okt til 2. nóv.

2. Mótaskrá 1996-97.

* Ragnar Magnússon lagði fram tillögu mótanefndar að tímasetningu móta á næsta keppnisári. Verður skráin send félögum til kynningar á næstu dögum.

* Keppnisgjöld verða óbreytt á næsta keppnistímabili frá því sem var 1995-96.

* Skipuð var nefnd þriggja stjórnarmanna til að skila tillögum um beytt fyrirkomulag Íslandsmótsins í tvímenningi. Í nefndinni sitja: Guðm. Sv. Hermannsson, Guðm. Páll Arnarson og Ragnar Magnússon.

3. Göngugata í Mjódd.

A&P lögmenn hafa tekið að sér "innheimtu" á meintri skuld BSÍ vegna yfirbyggingar göngugötunnar í Mjódd. Á fundinum var lagt fram bréf frá A&P lögmönnum, þar sem skorað er á BSÍ að greiða meinta skuld, ella megi búast við málsókn. Björgvin Þorsteinsson, lögfræðingur BSÍ í þessu máli, mun svara erindi A&P lögmanna.

4. Kjördæmakeppnin.

Kjördæmakeppnin er ung keppni og enn í mótum. Fram hafa komið óskir um að spila mótið í einni deild og einfalda reglur um þátttökurétt. Var Ólafi Steinasyni falið að gera tillögu að nýrri reglugerð um mótið.

5. Heimasíða á netinu.

Lagt var fram bréf frá Steingrími Gauti Péturssyni, kerfisfræðingi, þar sem hann skorar á BSÍ að koma upp heimasíðu á veraldarvefnum (Internetinu). Þar gætu verið ýmsar upplýsingar, sem koma bridsmönnum að góðu gagni: úrslit móta, myndir, auglýsingar um mót, mótaskrá, tölvupóstur, þátttökutilkynningar í mót og magt fleira. Sambandið á þegar tölvubúnað sem dugir og er kostnaður við uppsetningu í lágmarki. Var samþykkt að fela Steingrími að koma síðunni upp hið fyrsta.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar