10. apríl 1996

miðvikudagur, 10. apríl 1996

Stjórnarfundur BSÍ 10. apríl 1996

Mættir á fundinn: Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Sigrún Pétursdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Berg og Sólveig Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.

1. Kjördæmakeppni.

Kjördæmakeppnin verður haldin dagana 25. og 26. maí á Hótel Selfossi. Stjórnin ákvað að hafa keppnisgjald óbreytt frá fyrra ári, eða kr. 8.000 á sveit.

Sauðkrækingar hafa falast eftir því að halda kjördæmakeppnina að ári og féllst stjórnin á það.

2. Íslandsmótið í tvímenningi.

Tillaga lá fyrir frá Kristjáni Kristjánssyni að verðlauna Íslandsmeistarana í tvímenningi með ferð til Finnlands á afmælismót finnska bridssambandsins, sem haldið verður helgina 25.-26. maí. Finnar bjóða uppihald og gistingu fyrir eitt par, en BSÍ myndi greiða flugfargjöld.

Var tillagan samþykkt.

3. Landsliðsmál.

Landslið yngri spilara: Jón Baldursson hefur valið lið til að keppa á EM yngri spilara, sem fram fer í Cardiff í Englandi dagana 19.-28. júlí. Liðið er þannig skipað: Ólafur Jónsson og Steinar Jónsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, og Ljósbrá Baldursdóttir og Stefán Jóhannsson. Ragnar Hermannsson verður fyrirliði á mótsstað og sér um þjálfun liðsins.

Kvennalandslið: Liðið verður valið með keppni, sem fram fer tvær helgar í apríl ( 13.-14. apríl og 20.-21. apríl). Fyrirliði á mótsstað og þjálfari verður Guðmundi Sv. Hermannsson.

4. Sumarbrids.

Samþykkt var að bjóða út rekstur sumarspilamennskunnar, eins og undanfarin ár. Var Sólveigu Kristjánsdóttur falið að ganga frá útboðsgögnum og auglýsa tilboðsfrest, sem er til næsta stjórnarfundar, miðvikudagsins 8. maí.

5. Bridssagan.

Þórður Sigfússon hefur undanfarna 4 mánuði unnið að söfnun bridsheimilda úr gömlum dagblöðum. Verkinu miðar vel og er sumt tilbúið til útgáfu. Var samþykkt að ráða Þórð til áframhaldandi starfa næstu 4 mánuði.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar