10. apríl 1996
miðvikudagur, 10. apríl 1996
Stjórnarfundur BSÍ 10. apríl 1996
Mættir á fundinn: Guðmundur Sv. Hermannsson,
Guðmundur Páll Arnarson, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Sigrún
Pétursdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Berg og Sólveig
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Kjördæmakeppni.
Kjördæmakeppnin verður haldin dagana 25. og 26. maí á Hótel
Selfossi. Stjórnin ákvað að hafa keppnisgjald óbreytt frá fyrra
ári, eða kr. 8.000 á sveit.
Sauðkrækingar hafa falast eftir því að halda kjördæmakeppnina að
ári og féllst stjórnin á það.
|
2. Íslandsmótið í tvímenningi.
Tillaga lá fyrir frá Kristjáni Kristjánssyni að verðlauna
Íslandsmeistarana í tvímenningi með ferð til Finnlands á afmælismót
finnska bridssambandsins, sem haldið verður helgina 25.-26. maí.
Finnar bjóða uppihald og gistingu fyrir eitt par, en BSÍ myndi
greiða flugfargjöld.
Var tillagan samþykkt.
|
3. Landsliðsmál.
Landslið yngri spilara: Jón Baldursson hefur valið lið til að
keppa á EM yngri spilara, sem fram fer í Cardiff í Englandi dagana
19.-28. júlí. Liðið er þannig skipað: Ólafur Jónsson og Steinar
Jónsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, og Ljósbrá
Baldursdóttir og Stefán Jóhannsson. Ragnar Hermannsson verður
fyrirliði á mótsstað og sér um þjálfun liðsins.
Kvennalandslið: Liðið verður valið með keppni, sem fram fer tvær
helgar í apríl ( 13.-14. apríl og 20.-21. apríl). Fyrirliði á
mótsstað og þjálfari verður Guðmundi Sv. Hermannsson.
|
4. Sumarbrids.
Samþykkt var að bjóða út rekstur sumarspilamennskunnar, eins og
undanfarin ár. Var Sólveigu Kristjánsdóttur falið að ganga frá
útboðsgögnum og auglýsa tilboðsfrest, sem er til næsta
stjórnarfundar, miðvikudagsins 8. maí.
|
5. Bridssagan.
Þórður Sigfússon hefur undanfarna 4 mánuði unnið að söfnun
bridsheimilda úr gömlum dagblöðum. Verkinu miðar vel og er sumt
tilbúið til útgáfu. Var samþykkt að ráða Þórð til áframhaldandi
starfa næstu 4 mánuði.
|