13. mars 1996

miðvikudagur, 13. mars 1996

Stjórnarfundur BSÍ 13. mars 1996

Mættir á fundinn:

1. Göngugata.

Lögð fram skýrsla Björgvins Þorsteinssonar hrl. um stöðu BSÍ vegna yfirbyggingu göngugötunnar í Mjódd. Björgvin metur það svo að BSÍ sé í fullum rétti að neita að taka þátt í kostnaði af framkvæmdunum. Stjórnin samþykkti að fela framkvæmdastjóra að koma á fundi með öðrum húseigendum í Þönglabakka 1, sem fyrsta skrefi til að ljúka þessu máli.


2. Landsliðsmál.

* Lagt fram bréf frá Birni Eysteinssyni, landsliðsfyrirliða opna flokksins. Í bréfinu varpar Björn fram þeirri hugmynd að fá Kanadamanninn Eric O. Kokish til landsins í ágúst nk. Auk þess að vera spilari og bridshöfundur á heimsmælikvarða, er Kokish einn kunnasti þjálfari heims og hefur haldið námskeið fyrir landslið þekktra bridsþjóða. Björn telur að 5-6 daga námskeið Kokish geti nýst landsliðum í öllum flokkum. Var samþykkt að fela Birni að ganga til samninga við Kokish.

* Ragnar Magnússon bar upp tillögu um að setja á laggirnar formlegt B-landslið í opna flokknum, sem hefði ákveðin verkefni að leysa á hverju ári. Stjórninni leist vel á hugmyndina og var ákveðið að fela Ragnari og Birni Eysteinssyni, ásamt þriðja manni, að útfæra hugmyndina í smáatriðum. Þarf þá að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig verður liðið valið? Hverjar eru skyldur þess og réttindi? Hvaða alþjóðamót eru inni í myndinni, sem verkefni liðsins?

3. Íslandsmót.

* Íslandsbanki, sem styrkt hefur Íslandsmótin sl. 5 ár, ákvað að hætta stuðningi sínum í bili.

Kristján Kristjánsson greindi frá því að hann hefði talað við Sverri Hermannsson Landsbankastjóra og falast eftir stuðningi bankans. Sverrir brást vel við og mun Landsbankinn styðja Íslandsmótin í sveitakeppni og tvímenningi þetta árið a.m.k.

* Stjórnin ákvað að halda úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni í Þönglabakka, og reyna jafnframt að koma á fót skemmtilegri sýningaraðstöðu í miðsal hússins. Þá verður gefið út mótsblað, eins og undanfarin ár. Sveinn R. Eiríksson verður yfirkeppnisstjóri, en Jakob Kristinsson töflustjóri, og Guðmundur Pétursson umsjónarmaður mótsblaðs.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar