Reglugerð
KJÖRDÆMAKEPPNI BSÍ 19. - 20. maí 2007
RAMMAREGLUGERÐ
2. Keppnin verður spiluðíhúsnæði Menntaskólans á Ísafirði
Spilað er í einni deild allir við alla. 1.borð spilar við 1. borð
o.s.frv.
Spilaðir eru 16 spila leikir án hálfleiks.
Laugardagur 19. maí:
Mótsetning kl. 10.00
1. umf. kl. 10.30 - 12:00
Hádegisverður - Fundur svæðaformanna
2. umf. kl. 12:50 - 14:20
3. umf. kl. 14:35 - 16:05
Kaffi kl. 16:05 - 16:30
4. umf. kl. 16:30 - 18:00
5. umf. kl. 18:15 - 19:45
Kvöldverður kl. 19:45
Sunnudagur 20. maí:
6. umf. kl. 10:00 - 11:30
7. umf. kl. 11:45 - 13:15
Matur kl. 13:15 - 13:45
8. umf. kl. 13:45 - 15:15
9. umf. kl. 15:30 - 17:00
Verðlaunaafhending kl. 17:15
2. Hvert svæði sendir 4 sveitir, með þeim takmörkunum að frá hverju félagi mega aðeins spila 8 í hverri umferð. Hvert svæðasamband sendir inn nafnalista með 16-24 spilurum.
Reglur um varamenn eru mjög
frjálsar. Fyrirliði
stillir upp sínu liði að eigin vild, en þó ekki fleiri en 8
spilurum úr sama félagi, eins og fyrr segir.
Ef aðeins 3 eða færri
félög spila innan svæðasambands er fjöldi spilara frá sama félagi
ótakmarkaður fyrir spilara með minna en 150
meistarastig.
3. Svæðastjórn ákveður hvernig sveitir eru valdar af viðkomandi svæði og raðar niður á borð. (A,B,C,D).
4. Skráning félaga 31.12.06 segir til um hvar spilari er félagsbundinn og má hann aðeins spila fyrir það félag sem hann er skráður í þá.
Frestur hjá svæðastjórn til að skila nafnalista fyrir sínar sveitir er til mánudagsins 14. maí og skal sent með tölvupósti eða símbréfi til skrifstofu BSÍ. Nafnalistum þurfa að fylgja kennitölur og bridgefélag viðkomandi spilara
5. Spilað verður um 4 gullstig í leik.
6. Keppnisgjald er 8.000 kr. á sveit og greiðist við upphaf keppni. Innifalið í keppnisgjaldi er kaffi/te báða dagana.
7. Spilað verður um farandbikar sem Akraneskaupstaður gaf til keppninnar 1994 og verðlaunapeningar verða fyrir 1. sætið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar