Óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu
miðvikudagur, 27. ágúst 2025
Nú er lokið átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Danmörku. Í opna flokknum unnu Danir USA2 örugglega, Svíar unnu ríkjandi heimsmeistara Sviss, USA1 unnu Englendinga og Belgar gerðu sér lítið fyrir og unnu Ítali.
Í kvennaflokk eru það Hollendingar, Frakkar, USA2 og Kína sem spila í undanúrslitum.
Í senioraflokk eru það USA1, USA2, Austurríki og Frakkland sem spila í undanúrslitum.
Í mixed eru það svo USA1, Kína, Ítalía og Pólland sem spila í undanúrslitum.