Mikil spenna á heimsmeistaramótinu
Þegar þrjár umferðir eru eftir í opna flokknum áður en fjórðungsúrslitin byrja er mikil spenna um hvaða lið komast áfram.
Ítalía er áfram efst þrátt fyrir erfiðan dag og 23 stig í síðustu þremur leikjunum.
Staðan í opna flokknum
1. Ítalía með 265,99 stig
2. Danmörk með 243,41 stig
3. USA1 með 243,28 stig
4. Svíþjóð með 2414,2 stig
5. USA2 með 238,98 stig
6. Belgía með 232,46 stig
7. Argentína með 231,06 stig
8. Sviss með 227,09 stig
9. Noregur með 226,19 stig
Í mixed eru USA1 langefstir með 297,88 stig og Kína með í öðru sæti með 251,44 stig
Í Seniora flokk eru USA1 efstir með 288,46 stig, USA2 með 276,44 stig og Pólland í þriðja sæti með 261,74 stig
Í kvennaflokk er Holland efst með 279,34 stig, Pólland í öðru með 272,03 stig og Kína í þriðja með 263,9 stig.
Í fyrramálið eru 4 leikir í beinni
Ítalía-Argentína í opna á BBO
Frakkland-USA1 í opna á Lovebridge
Holland-Noregur í kvenna á BBO
USA1-Ísrael í mixed