Danir óvænt í úrslitum
föstudagur, 29. ágúst 2025
Í opna flokknum gerðu Danir sér lítið fyrir og unnu Svía í mjög spennandi leik. Í honum undanúrslitaleiknum unnu USA1 Belga mjög örugglega. Það verða því USA1 og Danmörk sem spila til úrslita næstu 2 daga.
Í kvenna flokknum unnu Hollendingar Frakka og Kína vann Pólland. Það verða því Holland og Kína sem spila til úrslita.
Í seniora flokk verða það USA1 og Frakkland sem spila til úrslit og í mixed verða það Ítalía og Kína sem spila til úrslita.
Það verður opið hús í Síðumúla frá 10 á sunnudag þar sem áhugasamir geta komið og horft á beina útsendingu saman.