4 lotur af 8 búnar í undanúrslitum
fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Nú eru búnar 4 lotur af 8 í undanúrslitum í opna flokknum í Herning.
Svíar leiða gegn Dönum 120-96 og USA1 er yfir gegn Belgum 125-67.
Leikur Dana og Svía er sérstaklega skemmtilegur fyrir það leiti að um mjög ólík lið er að ræða. Svíar spila frekar íhaldssamt kerfi en eru gríðarlega vel ræddir og gera fá mistök. Danirnir spila mjög aggresivt kerfi og reyna að taka til sín sagnpláss. Flestir hafa hallast að því að Svíar vinni leikinn en danska liðið er stemmningslið sem gæti auðveldlega mokað inn impum þegar vel gengur. USA1 virðist hinsvegar vera jafnt og þétt að valta yfir Belga og eru mun sigurstranglegri í þeim lei.