Sveit Tekt í forystu á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni
laugardagur, 15. mars 2025
Tekt er með rúmlega níu stiga forystu á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni sem er spiluð um helgina. Búið er að spila 4 umferðir en 3 umferðir verða spilaðar á morgun. Í sveit Tekt spila Helga Helena Sturlaugsdóttir - Anna Guðlaug Nielsen - Harpa Fold Ingólfsdóttir - María Haraldsdóttir Bender
Í öðru sæti er Áfram stelpur og svo er sveit PWC í þriðja sæti.